Áslaug Arna starfar frá Snæfellsbæ fimmtudaginn 18. ágúst

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, verður með aðstöðu í samvinnurýminu í Röstinni á Hellissandi nk. fimmtudag. Áslaug Arna ætlar að staðsetja skrifstofu sína hjá okkur og sinna hinum fjölbreyttu og daglegu verkefnum sitjandi ráðherra ásamt því að hitta íbúa á opnum viðtalstíma í Röstinni frá kl. 10:00 - 11:00.

Að loknum hefðbundnum vinnudegi býður Áslaug Arna til opins fundar í Frystiklefanum kl. 17:00 þar sem hún ræðir tækifæri og áherslur nýs ráðuneytis.

Öll áhugasöm hvött til að nýta sér þetta góða framtak og taka vel á móti ráðherra.