Auglýst eftir fólki í bakvarðasveit Jaðars

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu telja stjórnendur dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars skynsamlegt að koma aftur á fót bakvarðasveit fyrir heimilið ef upp koma forföll hjá því öfluga starfsfólki sem þar sinnir mikilvægum umönnunarstörfum allan sólarhringinn.

Eins og staðan er núna er Jaðar vel settur af starfsfólki en það má lítið út af bera og því gott að eiga bakvarðasveit upp á að hlaupa. Það eru fjölmörg verk sem þarf að sinna og fari svo að mikið brottfall verði í hópi starfsmanna gæti orðið nauðsynlegt að fá aðstoð við að manna störf við aðhlynningu, í eldhúsi og í þrifum á heimilinu o.fl.

Við leitum að fólki sem gæti veitt okkur aðstoð ef slíkar aðstæður koma upp.

Hver sá sem telur sig geta lagt sitt á vogarskálarnir má endilega skrá sig í bakvarðasveitina með því að senda nafn og símanúmer á netfangið jadar@snb.is.

Kær kveðja,

Starfsfólk Jaðars