Auglýst eftir starfsmanni á leikskólasel Lýsuhólsskóla

Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsmanns í leikskólaseli við Lýsuhólsskóla. Um 72% stöðugildi er að ræða.

Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfsstöðva grunnskóli með um 230 nemendur. Starfsstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu hans. Starfssvið:
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega.
  • Ýmis önnur verkefni sem falla til hverju sinni.
Hæfniskröfur:
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2021.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Snæfellsbæjar eru allir, óháð kyni, hvattir til að sækja um.

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894-9903 og Rósa Erlendsdóttir í síma 863-8328. Umsóknir skal senda á skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is.