Auglýst útboð vegna endurbyggingar á Fróðárheiði

Fyrir síðustu helgi auglýsti Vegagerðin eftir tilboðum í endurbyggingu á 4,8 km leið yfir Fróðárheiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnesveg. Snæfellsbæingar hafa beðið eftir þessari framkvæmd síðan árið 1994 svo við getum ekki annað en fagnað því að nú, eftir öll þessi ár, sé loksins að koma bundið slitlag á alla Fróðárheiðina.

Áætlað er að verkinu skuli lokið að fullu eigi síðar en 1. ágúst 2020.

Helstu magntölur verksins:

Bergskeringar 86.000 m3

Fyllingar 105.000 m3

Fláafleygar 55.000 m3

Styrktarlag 19.000 m3

Burðarlag 6.500 m3

Tvöföld klæðning 39.200 m2

Ræsalögn 500 m

Ljósmynd: Guide to Iceland