Bæjarstjórn heimsækir stofnanir sveitarfélagsins

Bæjarstjórn heimsótti nokkrar af stofnunum Snæfellsbæjar í síðustu viku.
 
Leikskólarnir Krílakot og Kríuból, grunnskólahúsnæði á Hellissandi, Ólafsvík og Lýsuhóli, Dvalarheimilið Jaðar og íþróttamannvirkin, þ.e. sundlaugin í Ólafsvík, íþróttahúsin í Ólafsvík og á Hellissandi og félagsmiðstöðin Afdrep, voru heimsótt í þessari lotu og tókust heimsóknirnar afskaplega vel. Bæjarstjórn þakkar góðar móttökur og skilmerkilega yfirferð á starfsemi stofnananna.
 
Stefnt er að því að heimsækja þær stofnanir sem eftir eru í byrjun febrúar.