Bæjarstjórnarfundur 1. október 2020
29.09.2020 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 337. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 1. október 2020 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerðir 316. fundar bæjarráðs, dags. 17. september 2020.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 7. september 2020.
- Fundargerðir 89. og 90. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 28. maí og 19. ágúst 2020.
- Fundargerð 195. fundar menningarnefndar, dags. 31. ágúst 2020.
- Fundargerð velferðarnefndar, dags. 7. september 2020.
- Fundargerð 140. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 4. september 2020.
- Fundargerð 141. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. september 2020.
- Fundargerð 108. fundar stjórnar FSS, dags. 8. september 2020.
- Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2020.
- Bréf frá leikskólastjóra, dags. 14. september 2020, varðandi sumarleyfi leikskólans. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
- Undirskriftarlisti íbúa við Keflavíkurgötu á Hellissandi, dags. 16. september 2020, varðandi mótmæli við fyrirhugaða lagningu göngustígs meðfram sjávarsíðu Keflavíkurgötu.
- Bréf frá Klumbu ehf., dags. 24. september 2020, varðandi nýtingu vindorku til raforkuvinnslu.
- Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 24. september 2020, varðandi 50 ára afmæli Sundlaugar Snæfellbæjar í Ólafsvík.
- Bréf frá Framfarafélagi Snæfellsbæjar, Ólafsvíkurdeild, dags. 22. september 2020, varðandi úrbætur í umhverfi Ólafsvíkur.
- Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 22. september 2020, varðandi mögulegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
- Tillaga frá J-listanum, dags. 28. september 2020, varðandi íbúðir fyrir eldri borgara.
- Brunavarnaráætlun Snæfellsbæjar 2021-2025
- Skipun aðalmanns í öldungaráð í stað Margrétar Vigfúsdóttur. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 29. september 2020
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri