Bæjarstjórnarfundur 1. október 2024
27.09.2024 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 384. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 1. október 2024 kl. 17:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
- Fundargerð 353. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 18. september 2024.
- Fundargerð 186. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 27. september 2024.
- Fundargerð 226. fundar menningarnefndar, dags. 3. september 2024.
- Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. ágúst 2024.
- Drög að reglum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um stuðningsþjónustu. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
- Bréf frá foreldrafélögum Leikskóla Snæfellsbæjar, dags. 11. september 2024, varðandi sameiningu jafnaldra á leikskólum Snæfellsbæjar. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 27. september 2024
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri