Bæjarstjórnarfundur 10. apríl 2025

Vakin er athygli á því að 390. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 10. apríl 2025 kl. 16:15.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Fundargerð 356. fundar bæjarráðs, dags. 19. mars 2025.
  2. Fundargerð 357. fundar bæjarráðs, dags. 9. apríl 2025. Lögð fram á fundinum.
  3. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2024. Fyrri umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
  4. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 10. mars 2025.
  5. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 24. mars 2025.
  6. Fundargerð 191. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. apríl 2025.
  7. Fundargerð 20. fundar öldungaráðs, dags. 3. apríl 2025.
  8. Fundargerð aðalfundar Búnaðarfélags Staðarsveitar, dags. 24. mars 2025, ásamt ályktun fundarins.
  9. Fundargerð 186. fundar stjórnar SSV, dags. 29. janúar 2025.
  10. Fundargerð 229. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 4. febrúar 2025.
  11. Fundargerð 194. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 10. mars 2025.
  12. Fundargerðir stjórnar SÍS, nr. 964., 970., 971. og 972., dags. 7. febrúar, 25. febrúar, 28. febrúar og 11. mars 2025.
  13. Bréf frá forstöðumanni Afdreps, dags. 2. apríl 2025, varðandi kostnaðaráætlun við Ævintýranámskeið sumarið 2025.
  14. Bréf frá Þór Magnússyni og Ægi Þór Þórssyni, dags. 24. mars 2025, varðandi varmadælur á Gufuskála.
  15. Bréf frá Grundarfjarðarbæ, dags. 1. apríl 2025, varðandi ósk um fund til að ræða möguleika á sameiningu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
  16. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 3. apríl 2025, varðandi nýjar samþykktir EBÍ og breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ.
  17. Bréf frá Bjarmalandi, félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink, dags. 22. mars 2025, varðandi samræmda stefnu sveitarfélaga um launataxta.
  18. Aðalfundarboð Landskerfis bókasafna, dags. 6. maí 2025.
  19. Fáliðunarstefna Leikskóla Snæfellsbæjar.
  20. Umsögn Snæfellsbæjar um drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um veiðigjald, dags. 3. apríl 2025.
  21. Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2025.
  22. Reglur um garðslátt fyrir eldri borgara (70+) og öryrkja.
  23. Sjálfbærnistefna Snæfellsness 2025-2034 og Aðgerðaráætlun Snæfellsbæjar vegna sjálfbærnistefnu Snæfellsness 2025-2034. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
  24. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 8. apríl 2025

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri