Bæjarstjórnarfundur 10. apríl 2025
08.04.2025 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 390. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 10. apríl 2025 kl. 16:15.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fundargerð 356. fundar bæjarráðs, dags. 19. mars 2025.
- Fundargerð 357. fundar bæjarráðs, dags. 9. apríl 2025. Lögð fram á fundinum.
- Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2024. Fyrri umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 10. mars 2025.
- Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 24. mars 2025.
- Fundargerð 191. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. apríl 2025.
- Fundargerð 20. fundar öldungaráðs, dags. 3. apríl 2025.
- Fundargerð aðalfundar Búnaðarfélags Staðarsveitar, dags. 24. mars 2025, ásamt ályktun fundarins.
- Fundargerð 186. fundar stjórnar SSV, dags. 29. janúar 2025.
- Fundargerð 229. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 4. febrúar 2025.
- Fundargerð 194. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 10. mars 2025.
- Fundargerðir stjórnar SÍS, nr. 964., 970., 971. og 972., dags. 7. febrúar, 25. febrúar, 28. febrúar og 11. mars 2025.
- Bréf frá forstöðumanni Afdreps, dags. 2. apríl 2025, varðandi kostnaðaráætlun við Ævintýranámskeið sumarið 2025.
- Bréf frá Þór Magnússyni og Ægi Þór Þórssyni, dags. 24. mars 2025, varðandi varmadælur á Gufuskála.
- Bréf frá Grundarfjarðarbæ, dags. 1. apríl 2025, varðandi ósk um fund til að ræða möguleika á sameiningu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
- Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 3. apríl 2025, varðandi nýjar samþykktir EBÍ og breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ.
- Bréf frá Bjarmalandi, félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink, dags. 22. mars 2025, varðandi samræmda stefnu sveitarfélaga um launataxta.
- Aðalfundarboð Landskerfis bókasafna, dags. 6. maí 2025.
- Fáliðunarstefna Leikskóla Snæfellsbæjar.
- Umsögn Snæfellsbæjar um drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um veiðigjald, dags. 3. apríl 2025.
- Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2025.
- Reglur um garðslátt fyrir eldri borgara (70+) og öryrkja.
- Sjálfbærnistefna Snæfellsness 2025-2034 og Aðgerðaráætlun Snæfellsbæjar vegna sjálfbærnistefnu Snæfellsness 2025-2034. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 8. apríl 2025
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri