Bæjarstjórnarfundur 10. desember 2020
08.12.2020 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 339. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerð 318. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 26. nóvember 2020.
- Fundargerð 197. fundar menningarnefndar, dags. 16. nóvember 2020.
- Fundargerð 134. fundar hafnarstjórnar, dags. 24. nóvember 2020.
- Fundargerð 10. fundar öldungarráðs, dags. 4. desember 2020.
- Fundargerð 143. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 3. desember 2020.
- Fundargerð 111. fundar stjórnar FSS, dags. 5. nóvember og 23. nóvember 2002, ásamt fjárhagsáætlun FSS fyrir árið 2021.
- Fundargerðir stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 28. október, 11. nóvember og 18. nóvember 2020.
- Fulltrúaráðsfundur Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 7. desember 2020.
- Fundargerðir 2., 3. og 4. fundar starfshóps um stöðu og stefnu úrgangsmála á Vesturlandi, dags. 12. október, 9. nóvember og 19. nóvember 2020.
- Fundargerð aðalfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. október 2020.
- Fundargerð 60. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. nóvember 2020.
- Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2020.
- Fundargerð 428. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 13. nóvember 2020.
- Bréf frá Rán Kristinsdóttur, dags. 8. desember 2020, varðandi úrsögn úr íþrótta- og æskulýðsnefnd.
- Bréf frá Jóni Kristni Ásmundssyni, dags. 7. desember 2020, varðandi ósk um leigu á Líkn.
- Bréf frá Daða Hjálmarssyni, dags. 4. desember 2020, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að fiskiskipinu Katrínu SH-370, skskrnr. 2457.
- Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, ódags., varðandi nýtt húsnæði fyrir félagsmiðstöð unglinga.
- Bréf frá tæknifræðingi, dags. 8. desember 2020, varðandi reglur fyrir geymslusvæði Snæfellsbæjar á námusvæði við Rif.
- Bréf frá tæknifræðingi, dags. 8. desember 2020, varðandi styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsmenn áhaldahúss og umsjónarmenn fasteigna.
- Vinnutímatillaga leikskóla Snæfellsbæjar vegna styttingu vinnuvikunnar.
- Íþrótta- og tómstundastefna Snæfellsbæjar.
- Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 23. nóvember 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar.
- Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 30. nóvember 2020, varðandi úthlutun byggðakvóta 2020/2021.
- Bókun Bláskógabyggðar, dags. 1. desember 2020, varðandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
- Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. desember 2020, varðandi úrskurð í máli nefndarinnar nr. 95/2020.
- Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. desember 2020, varðandi úrskurð í máli nefndarinnar nr. 47/2020.
- Bréf frá Hagstofu Íslands, dags. 27. nóvember 2020, varðandi undirbúning á töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021.
- Skipun varamanns í fræðslunefnd í stað Ara Bent Ómarssonar.
- Gjaldskrár Snæfellsbæjar 2021.
- Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans árið 2021. Seinni umræða.
- Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar 2021 - 2024.
- Minnispunktar bæjarstjóra.