Bæjarstjórnarfundur 10. október
09.10.2019 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 324. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Rebekka Unnarsdóttir og Patrick Roloff mæta á fundinn til að ræða um tjaldstæðin í Snæfellsbæ.
- Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri, mætir á fundinn til að ræða hugmyndir um ungbarnadeild.
- Fundargerð 308. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 19. september 2019.
- Fundargerð 130. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 4. október 2019.
- Fundargerðir 185. og 186. fundar menningarnefndar, dags. 15. september og 1. október 2019.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 16. september 2019.
- Fundargerðir 873. og 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. ágúst og 27. september 2019.
- Fundargerð 415. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 26. september 2019.
- Fundargerð 17. aðalfundar fulltrúaráðs Eignaharslfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 20. september 2019.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 25. september 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Lýsdals ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Lýsudal í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. september 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Blue View ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Öxl í Breiðuvík, Snfæfellsbæ.
- Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 8. október 2019, varðandi landsvæði til að kolefnisjafna.
- Bréf frá Ragnheiði Víglundsdóttir, dags. 7. október 2019, varðandi tiltekt í geymslu Pakkhússins á Hellissandi.
- Bréf frá Laufeyju Helgu Árnadóttur, dags. 4. október 2019, varðandi fatasölur í húsnæði Snæfellsbæjar.
- Bréf frá Lionsklúbbnum Rán, dags. 23. september 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi þann 28. september s.l. vegna Nesballs eldri borgara.
- Bréf frá Adelu Marcelu Turloiu, Helgu Guðrúnu Sigurðardóttur, Karitas Hrafns Elvarsdóttur og Sigrúnu Erlu Sveinsdóttur, dags. 18. september 2019, varðandi bættari útileikja- og afþreyingaraðstöðu barna er búa í Rifi.
- Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 7. október 2019, varðandi starfsmannaferðir á leiksýninguna „Ókunnugur“ í Frystiklefanum í Rifi.
- Bréf frá Berginu headspace, dags. 8. október 2019, varðandi ósk um rekstrarstyrk 2020.
- Bréf frá Tré lífsins, dags. 20. september 2019, varðandi Minningargarða.
- Bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar, dags. 27. maí 2019, varðandi ósk um styrk til að halda landsmót í Ólafsvík helgina 25. – 27. október 2019.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. september 2019, varðandi yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. september 2019, varðandi hvatningu til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.
- Leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. október 2019, varðandi tvöfalda skólavist barna í leik- eða grunnskóla.
- Til kynningar: siðareglur kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar, samskiptasáttmáli kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar og leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum.
- Bréf frá Auði Kjartansdóttur, dags. 7. október 2019, varðandi úrsögn úr umhverfis- og skipulagsnefnd.
- Tillögur frá J-listanum:
- Tillaga um lækkun fasteignagjalda.
- Tillaga um að endurskoða núverandi fyrirkomulag á unglingavinnunni.
- Tillaga um að auka flokkun og stíga skrefið enn lengra í umhverfismálum.
- Tillaga um yfirmann unglingavinnunnar.
- Viðauki við fjárhagsáætlun 2019: lagt fram á fundinum.
- Bréf frá öllum börnum í Rifi varðandi hoppudýnu og kofa.
- Minnispunktar bæjarstjóra.