Bæjarstjórnarfundur 11. janúar 2024
09.01.2024 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 377. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 11. janúar 2024 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fundargerð 178. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 4. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum með lið 4.
- Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 27. nóvember 2023.
- Fundargerð menningarnefndar, dags. 12. desember 2023.
- Fundargerð 16. fundar öldungaráðs, dags. 12. desember 2023.
- Fundargerð stjórnar FSS, dags. 30. nóvember 2023.
- Fundargerð 210. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 18. september 2023.
- Fundargerð 187. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 4. desember 2023.
- Fundargerð 178. fundar stjórnar SSV, dags. 29. nóvember 2023.
- Fundargerð 939. og 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember og 15. desember 2023.
- Fundargerð 459. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 8. desember 2023.
- Bréf frá Eyrbyggjasögufélaginu, dags. 28. desember 2023, varðandi gerð Eyrbyggjasögurefils á Snæfellsnesi 2024.
- Tillögur að nafni á húsnæði Félags eldri borgara að Ólafsbraut 23.
- Erró listaverk. Val á tillögum að verki.
- Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 5. janúar 2024, varðandi sæluhúsið á Fróðárheiði.
- Bréf frá Ragnari Má Ragnarssyni, dags. 29. desember 2023, varðandi uppsögn á starfi.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. desember 2023, varðandi samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.
- Bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dags. 15. desember 2023, varðandi breytingu á útsvari 2024, ásamt bréfi Kristins Jónassonar, bæjarstjóra, til ráðuneytisins þar sem útsvarsprósenta Snæfellsbæjar fyrir árið 2024 er staðfest.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 9. janúar 2024
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri