Bæjarstjórnarfundur 11. janúar 2024

Vakin er athygli á því að 377. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 11. janúar 2024 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Fundargerð 178. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 4. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum með lið 4.
  2. Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 27. nóvember 2023.
  3. Fundargerð menningarnefndar, dags. 12. desember 2023.
  4. Fundargerð 16. fundar öldungaráðs, dags. 12. desember 2023.
  5. Fundargerð stjórnar FSS, dags. 30. nóvember 2023.
  6. Fundargerð 210. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 18. september 2023.
  7. Fundargerð 187. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 4. desember 2023.
  8. Fundargerð 178. fundar stjórnar SSV, dags. 29. nóvember 2023.
  9. Fundargerð 939. og 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember og 15. desember 2023.
  10. Fundargerð 459. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 8. desember 2023.
  11. Bréf frá Eyrbyggjasögufélaginu, dags. 28. desember 2023, varðandi gerð Eyrbyggjasögurefils á Snæfellsnesi 2024.
  12. Tillögur að nafni á húsnæði Félags eldri borgara að Ólafsbraut 23.
  13. Erró listaverk. Val á tillögum að verki.
  14. Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 5. janúar 2024, varðandi sæluhúsið á Fróðárheiði.
  15. Bréf frá Ragnari Má Ragnarssyni, dags. 29. desember 2023, varðandi uppsögn á starfi.
  16. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. desember 2023, varðandi samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.
  17. Bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dags. 15. desember 2023, varðandi breytingu á útsvari 2024, ásamt bréfi Kristins Jónassonar, bæjarstjóra, til ráðuneytisins þar sem útsvarsprósenta Snæfellsbæjar fyrir árið 2024 er staðfest.
  18. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 9. janúar 2024

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri