Bæjarstjórnarfundur 11. maí 2021
10.05.2021 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 345. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 11. maí kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020. Seinni umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
- Ungmennaráð Snæfellsbæjar mætir á fundinn kl. 16:30.
- Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 20. janúar og 14. mars 2021.
- Fundargerð 91. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 2. febrúar 2021.
- Fundargerð öldungaráðs, dags. 21. apríl 2021.
- Fundargerð 148. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 6. maí 2021.
- Fundargerð 193. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. maí 2021.
- Fundargerð 189. og 190. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 7. apríl og 12. apríl 2021.
- Fundargerð 167. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 5. maí 2021, ásamt samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
- Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl 2021.
- Fundarboð á XXXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. maí 2021.
- Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna, dags. 19. maí 2021.
- Bréf frá eigendum við Hafnargötu 2, dags. 1. maí 2021, varðandi ósk um malbikun fyrir framan skúrana við Hafnargötu 2.
- Bréf frá Elvu Hreiðarsdóttur, dags. 26. apríl 2021, varðandi ósk um styrk til að niðurgreiða námskeiðsgjald fyrir myndlistarnámskeið barna og unglinga sumarið 2021.
- Bréf frá Búnaðarfélagi Staðarsveitar, dags. 29. apríl 2021, varðandi endurtekningu á umhverfisverkefni sumarið 2021.
- Bréf frá Ragnheiði Víglundsdóttur, dags. 29. apríl 2021, varðandi endurtekningu á umhverfisverkefni sumarið 2021.
- Bréf frá Sigrúnu H. Guðmundsdóttur, dags. 15. apríl 2021, varðandi ósk um aukafjárveitingu til að endurnýja kæliskápa fyrir félagsheimilið og skólann á Lýsuhóli.
- Bréf frá Ásu Gunnarsdóttur, dags. 27. apríl 2021, varðandi úrsögn úr íþrótta- og æskulýðsnefnd.
- Bréf frá Ingibjörgu ehf., dags. 23. apríl 2021, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að Ingibjörg SH-174 skskrnr. 2624.
- Samkomulag um breytingu á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars, dags. 26. mars 2021.
- Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórarráðuneytinu, dags. 13. apríl 2021, varðandi fjármál sveitarfélaga.
- Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 28. apríl 2021, varðandi Breiðafjarðarnefnd.
- Drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar.
- Minnispunktar bæjarstjóra.