Bæjarstjórnarfundur 11. maí 2021

Vakin er athygli á því að 345. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 11. maí kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
  1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020. Seinni umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
  2. Ungmennaráð Snæfellsbæjar mætir á fundinn kl. 16:30.
  3. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 20. janúar og 14. mars 2021.
  4. Fundargerð 91. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 2. febrúar 2021.
  5. Fundargerð öldungaráðs, dags. 21. apríl 2021.
  6. Fundargerð 148. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 6. maí 2021.
  7. Fundargerð 193. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. maí 2021.
  8. Fundargerð 189. og 190. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 7. apríl og 12. apríl 2021.
  9. Fundargerð 167. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 5. maí 2021, ásamt samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
  10. Fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl 2021.
  11. Fundarboð á XXXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. maí 2021.
  12. Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna, dags. 19. maí 2021.
  13. Bréf frá eigendum við Hafnargötu 2, dags. 1. maí 2021, varðandi ósk um malbikun fyrir framan skúrana við Hafnargötu 2.
  14. Bréf frá Elvu Hreiðarsdóttur, dags. 26. apríl 2021, varðandi ósk um styrk til að niðurgreiða námskeiðsgjald fyrir myndlistarnámskeið barna og unglinga sumarið 2021.
  15. Bréf frá Búnaðarfélagi Staðarsveitar, dags. 29. apríl 2021, varðandi endurtekningu á umhverfisverkefni sumarið 2021.
  16. Bréf frá Ragnheiði Víglundsdóttur, dags. 29. apríl 2021, varðandi endurtekningu á umhverfisverkefni sumarið 2021.
  17. Bréf frá Sigrúnu H. Guðmundsdóttur, dags. 15. apríl 2021, varðandi ósk um aukafjárveitingu til að endurnýja kæliskápa fyrir félagsheimilið og skólann á Lýsuhóli.
  18. Bréf frá Ásu Gunnarsdóttur, dags. 27. apríl 2021, varðandi úrsögn úr íþrótta- og æskulýðsnefnd.
  19. Bréf frá Ingibjörgu ehf., dags. 23. apríl 2021, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að Ingibjörg SH-174 skskrnr. 2624.
  20. Samkomulag um breytingu á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars, dags. 26. mars 2021.
  21. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórarráðuneytinu, dags. 13. apríl 2021, varðandi fjármál sveitarfélaga.
  22. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 28. apríl 2021, varðandi Breiðafjarðarnefnd.
  23. Drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar.
  24. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 7. maí 2021 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri