Bæjarstjórnarfundur 12. nóvember 2019
11.11.2019 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 325. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerð 309. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 24. október 2019.
- Fundargerð velferðarnefndar, dags. 22. október 2019.
- Fundargerð 187. fundar menningarnefndar, dags. 30. október 2019.
- Fundargerð 131. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 7. nóvember 2019.
- Fundargerð 87. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 1. október 2019.
- Fundargerð ungmennaráðs, dags. 10. september 2019.
- Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. október 2019.
- Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. október 2019.
- Bréf frá Júníönu Björgu Óttarstóttur, dags. 16. október 2019, varðandi úrsögn úr félagsþjónustunefnd Snæfellinga.
- Bréf frá Írisi Ósk Jóhannsdóttur, dags. 29. október 2019, varðandi ósk um niðurgreiðslu á tónlistarnámi í Tónlistarskóla Akraness á þessu skólaári.
- Bréf frá framkvæmdastjóra HSH, dags. 24. október 2019, varðandi ósk um styrk vegna stefnumótunarverkefna HSH.
- Bréf frá velferðarnefnd, dags. 22. október 2019, varðandi aðgengismál í félagsheimilum Snæfellsbæjar.
- Bréf frá Hildigunni Haraldsdóttur, dags. 6. nóvember 2019, varðandi vatnsveitu á Hellnum.
- Bréf frá formanni heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 31. október 2019, varðandi viðbótarframlag til HeV.
- Bréf frá formanni Skógræktarfélags Ólafsvíkur, dags. 4. nóvember 2019, varðandi 50 ára afmæli félagsins á árinu 2020.
- Bréf frá Rebekku Unnarsdóttur, ódags., með greinargerð um geymslu safnmuna Pakkhússins.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2019, varðandi jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.
- Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 22. október 2019, varðandi úttekt á slökkviliði Snæfellsbæjar 2019.
- Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 25. október 2019, varðandi umsagnarbeiðni við golfvöll við Rif.
- Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
- Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega vexti LS.
- Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi starf garðyrkjumanns í Snæfellsbæ - lagt fram á fundinum.
- Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi framkvæmdir á efri hæð sundlaugar Snæfellsbæjar - lagt fram á fundinum.
- Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi úrvinnslu á verkefninu Betri Snæfellsbær - lagt fram á fundinum.
- Tillaga að gjaldskrám Snæfellsbæjar fyrir árið 2020.
- Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 - fyrri umræða.
- Minnispunktar bæjarstjóra.