Bæjarstjórnarfundur 12. nóvember 2020
10.11.2020 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 338. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 12. nóvember 2020 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og umsjónarmönnum félagsmiðstöðvarinnar, dags. 20. október 2020, varðandi húsnæði félagsmiðstöðvar. Þau mæta á fundinn í gegnum Teams.
- Umsóknir um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Heimir Berg mætir á fundinn í gegnum Teams og kynnir umsóknir Snæfellsbæjar.
- Fundargerðir 317. fundar bæjarráðs, dags. 15. október 2020.
- Fundargerð 142. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 22. október 2020.
- Fundargerð 133. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 22. október 2020.
- Fundargerð aðalfundar byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 29. september 2020.
- Fundargerðir 187. og 188. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 6. október og 9. október 2020.
- Fundargerð samráðsfundar stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 14. ágúst 2020.
- Fundargerð stjórnarfundar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 14. október 2020.
- Fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 15. júní 2020.
- Fundargerðir 161., 162. og 163. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 27. maí, 16. júlí og 20. október 2020.
- Fundargerðir 425., 426. og 427. fundar Hafnasambands Íslands, dags. 24. ágúst, 28. september og 19. október 2020.
- Fundargerðir 887., 888., 889. og 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. september, 29. september 2020, 16. október og 30. október 2020.
- Fundarboð ársfundar fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 25. nóvember n.k.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. október 2020, varðandi landsþing sambandsins þann 18. desember n.k.
- Tjaldstæði Snæfellsbæjar – skýrsla 2020, ásamt umræðu um áframhaldandi samning við umsjónar-menn. Núverandi samningur rennur út á þessu ári.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 6. nóvember 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sylvaine Anton-Scharapenko um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, að Klettsbúð 3, Hellissandi í Snæfellsbæ.
- Bréf frá Íris Ósk Jóhannsdóttur, ódags., varðandi ósk um niðurgreiðslu tónlistarskólagjalda fyrir Kristján Stein Matthíasson við Tónlistarskóla Akraness, skólaárið 2020-2021.
- Bréf frá forstöðukonu Jaðars og tæknifræðingi, ódags., varðandi stækkun á anddyri Jaðars.
- Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 10. nóvember 2020, varðandi ósk um aukafjárveitingu.
- Bréf frá forstöðukonu Jaðars, dags. 27. október 2020, varðandi ósk um aukafjárveitingu.
- Tillaga frá J-listanum, dags. ódags., varðandi afslátt á gatnagerðargjöldum.
- Bréf frá Þór Magnússyni og Ægi Þór Þórssyni, dags. 1. október 2020, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu og tímabundinni breytingu á leigufjárhæð vegna Gufuskála.
- Bréf frá tæknifræðingi, ódags., varðandi sögulund í Réttarskógi.
- Bréf frá Megin lögmannsstofu, dags. 2. nóvember 2020, varðandi fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar.
- Bréf frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 3. nóvember 2020, varðandi yfirlýsingu, kröfu og tillögur vegna covid-19 aðgerða stjórnvalda.
- Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 15. október 2020, varðandi fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2021.
- Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dags. 13. október 2020, varðandi beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum.
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 26. október 2020, varðandi reynsluverkefni um móttöku flóttafólks.
- Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 20. október 2020, varðandi tillögu að stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nýrri reglugerð um þjóðgarðinn.
- Bréf frá Bandalagi háskólamanna, dags. 2. nóvember 2020, varðandi styttingu vinnuikunnar hjá dagvinnufólki.
- Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 28. október 2020, varðandi Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.
- Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 26. október 2020, varðandi þátttöku í degi um fórnarlömb umferðarslysa þann 15. nóvember n.k.
- Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 15. október 2020, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2020.
- Reglur Snæfellsbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.
- Bréf frá Gunnsteini Sigurðssyni, dags. 10. nóvember 2020, varðandi ósk um úrsögn úr fræðslunefnd og sem varabæjarfulltrúi J-listans.
- Skipun aðalmanns í öldungaráð í stað Margrétar Vigfúsdóttur. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
- Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans árið 2021. Fyrri umræða.
- Minnispunktar bæjarstjóra.