Bæjarstjórnarfundur 12. nóvember 2020

Vakin er athygli á því að 338. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 12. nóvember 2020 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
  1. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og umsjónarmönnum félagsmiðstöðvarinnar, dags. 20. október 2020, varðandi húsnæði félagsmiðstöðvar. Þau mæta á fundinn í gegnum Teams.
  2. Umsóknir um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Heimir Berg mætir á fundinn í gegnum Teams og kynnir umsóknir Snæfellsbæjar.
  3. Fundargerðir 317. fundar bæjarráðs, dags. 15. október 2020.
  4. Fundargerð 142. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 22. október 2020.
  5. Fundargerð 133. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 22. október 2020.
  6. Fundargerð aðalfundar byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 29. september 2020.
  7. Fundargerðir 187. og 188. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 6. október og 9. október 2020.
  8. Fundargerð samráðsfundar stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 14. ágúst 2020.
  9. Fundargerð stjórnarfundar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 14. október 2020.
  10. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 15. júní 2020.
  11. Fundargerðir 161., 162. og 163. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 27. maí, 16. júlí og 20. október 2020.
  12. Fundargerðir 425., 426. og 427. fundar Hafnasambands Íslands, dags. 24. ágúst, 28. september og 19. október 2020.
  13. Fundargerðir 887., 888., 889. og 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. september, 29. september 2020, 16. október og 30. október 2020.
  14. Fundarboð ársfundar fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 25. nóvember n.k.
  15. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. október 2020, varðandi landsþing sambandsins þann 18. desember n.k.
  16. Tjaldstæði Snæfellsbæjar – skýrsla 2020, ásamt umræðu um áframhaldandi samning við umsjónar-menn. Núverandi samningur rennur út á þessu ári.
  17. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 6. nóvember 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sylvaine Anton-Scharapenko um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, að Klettsbúð 3, Hellissandi í Snæfellsbæ.
  18. Bréf frá Íris Ósk Jóhannsdóttur, ódags., varðandi ósk um niðurgreiðslu tónlistarskólagjalda fyrir Kristján Stein Matthíasson við Tónlistarskóla Akraness, skólaárið 2020-2021.
  19. Bréf frá forstöðukonu Jaðars og tæknifræðingi, ódags., varðandi stækkun á anddyri Jaðars.
  20. Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 10. nóvember 2020, varðandi ósk um aukafjárveitingu.
  21. Bréf frá forstöðukonu Jaðars, dags. 27. október 2020, varðandi ósk um aukafjárveitingu.
  22. Tillaga frá J-listanum, dags. ódags., varðandi afslátt á gatnagerðargjöldum.
  23. Bréf frá Þór Magnússyni og Ægi Þór Þórssyni, dags. 1. október 2020, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu og tímabundinni breytingu á leigufjárhæð vegna Gufuskála.
  24. Bréf frá tæknifræðingi, ódags., varðandi sögulund í Réttarskógi.
  25. Bréf frá Megin lögmannsstofu, dags. 2. nóvember 2020, varðandi fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar.
  26. Bréf frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu, dags. 3. nóvember 2020, varðandi yfirlýsingu, kröfu og tillögur vegna covid-19 aðgerða stjórnvalda.
  27. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 15. október 2020, varðandi fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2021.
  28. Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dags. 13. október 2020, varðandi beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum.
  29. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 26. október 2020, varðandi reynsluverkefni um móttöku flóttafólks.
  30. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 20. október 2020, varðandi tillögu að stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nýrri reglugerð um þjóðgarðinn.
  31. Bréf frá Bandalagi háskólamanna, dags. 2. nóvember 2020, varðandi styttingu vinnuikunnar hjá dagvinnufólki.
  32. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 28. október 2020, varðandi Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember n.k.
  33. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 26. október 2020, varðandi þátttöku í degi um fórnarlömb umferðarslysa þann 15. nóvember n.k.
  34. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands, dags. 15. október 2020, varðandi ágóðahlutagreiðslu 2020.
  35. Reglur Snæfellsbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.
  36. Bréf frá Gunnsteini Sigurðssyni, dags. 10. nóvember 2020, varðandi ósk um úrsögn úr fræðslunefnd og sem varabæjarfulltrúi J-listans.
  37. Skipun aðalmanns í öldungaráð í stað Margrétar Vigfúsdóttur. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
  38. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans árið 2021. Fyrri umræða.
  39. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 10. nóvember 2020 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri