Bæjarstjórnarfundur 13. apríl 2023
11.04.2023 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 370. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 13. apríl 2023 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.Dagskrá fundar:
- Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2022. Fyrri umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
- Björgunarsveitin Lífsbjörg mætir á fundinn. Umræða um styrki annars vegar og mögulegan samstarfssamning Lífsbjargar og Snæfellsbæjar.
- Fundargerð 98. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 15. mars 2023.
- Fundargerð öldungaráðs, dags. 28. mars 2023.
- Fundargerðir 5. og 6. fundar velferðarnefndar, dags. 17. janúar og 27. mars 2023.
- Fundargerð 12. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 4. apríl 2023.
- Fundargerð 13. fundar stjórnar FSS, dags. 27. mars 2023.
- Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Snæfellsnesi, dags. 6. og 27. mars 2023.
- Fundargerð 212. fundar Breiðafjarðanefndar, dags. 14. febrúar 2023.
- Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 22. mars 2023.
- Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. mars 2023.
- Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2023.
- Tillaga frá öldungaráði, dags. 28. mars 2023, varðandi skoðanakönnun um búsetu eldri borgara.
- Áskorun frá öldungaráði, dags. 28. mars 2023, varðandi heilsueflingu eldri borgara.
- Bréf frá menningarnefnd, ódags., varðandi framtíðarsýn og hlutverk bókasafns Snæfellsbæjar.
- Bréf frá íbúum í Engihlíð 18, dags. 15. mars 2023, varðandi viðhaldsmál.
- Þakkarbréf frá Golfklúbbnum Jökli, dags. 11. apríl 2023.
- Minnispunktar bæjarstjóra.