Bæjarstjórnarfundur 13. apríl 2023

Vakin er athygli á því að 370. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 13. apríl 2023 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2022. Fyrri umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
  2. Björgunarsveitin Lífsbjörg mætir á fundinn. Umræða um styrki annars vegar og mögulegan samstarfssamning Lífsbjargar og Snæfellsbæjar.
  3. Fundargerð 98. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 15. mars 2023.
  4. Fundargerð öldungaráðs, dags. 28. mars 2023.
  5. Fundargerðir 5. og 6. fundar velferðarnefndar, dags. 17. janúar og 27. mars 2023.
  6. Fundargerð 12. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 4. apríl 2023.
  7. Fundargerð 13. fundar stjórnar FSS, dags. 27. mars 2023.
  8. Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Snæfellsnesi, dags. 6. og 27. mars 2023.
  9. Fundargerð 212. fundar Breiðafjarðanefndar, dags. 14. febrúar 2023.
  10. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 22. mars 2023.
  11. Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. mars 2023.
  12. Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2023.
  13. Tillaga frá öldungaráði, dags. 28. mars 2023, varðandi skoðanakönnun um búsetu eldri borgara.
  14. Áskorun frá öldungaráði, dags. 28. mars 2023, varðandi heilsueflingu eldri borgara.
  15. Bréf frá menningarnefnd, ódags., varðandi framtíðarsýn og hlutverk bókasafns Snæfellsbæjar.
  16. Bréf frá íbúum í Engihlíð 18, dags. 15. mars 2023, varðandi viðhaldsmál.
  17. Þakkarbréf frá Golfklúbbnum Jökli, dags. 11. apríl 2023.
  18. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 11. apríl 2023. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri