Bæjarstjórnarfundur 14. nóvember 2024
12.11.2024 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 385. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 14. nóvember 2024 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fundargerð 5. fundar rekstrarnefndar Klifs, dags. 1. október 2024.
- Fundargerð 147. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 7. október 2024.
- Fundargerð 19. fundar öldungaráðs, dags. 19. október 2024.
- Fundargerð 103. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 2. október 2024.
- Fundargerð 226. fundar menningarnefndar, dags. 15. október 2024.
- Fundargerð 187. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 27. september 2024.
- Fundargerð 25. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 1. október 2024.
- Fundargerð ársfundar fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 21. október 2024.
- Fundargerð 192. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 21. október 2024.
- Fundargerð 226. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 9. september 2024.
- Fundargerð 952., 953. og 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. september 2024.
- Fundargerð 446. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 23. október 2024.
- Fundargerðir 82. og 83. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegsssveitarfélaga, dags. 22. október og 29. október 2024.
- Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 9. október 2024.
- Bréf frá Hollvinasamtökum Pakkhússins, ódags., varðandi ósk um fund með bæjarstjórn.
- Bréf frá Hraðfrystihúsi Hellissands, dags. 14. október 2024, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að Gunnari Bjarnasyni SH-122, skrn. 2462.
- Bréf frá Viktoríu Kr. Guðbjartsdóttur, dags. 10. október 2024, varðandi úrsögn úr hafnarstjórn.
- Bréf frá Félagi eldri borgara, dags. 2. október 2024, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi þann 17. nóvember nk. vegna jólabasars eldri borgara.
- Bréf frá safnaðarnefnd Ingjaldshólssóknar, dags. 27. október 2024, varðandi ástand vegarins upp að Ingjaldshólskirkju.
- Bréf frá Atla Má Ingólfssyni, dags. 29. október 2024, varðandi landskipti á Dagverðará.
- Bréf frá Stígamótum, dags. 30. október 2024, varðandi ósk um fjárstuðning á árinu 2025.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. október 2024, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Ingibjargar Norberg um leyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús að Jaðri 16 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
- Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Snæfellsbæ. Seinni umræða.
- Samningur Orkusölunnar og Snæfellsbæjar um rafmagn til fjarvarmaveitna.
- Samningur um samstarf á sviði endurhæfingar á milli Tryggingastofnunar, félagsþjónustu sveitarfélaga, Virk-starfsendurhæfingar ses., Vinnumálastofnunar og heilsugæslustöðva.
- Bréf frá SSV, dags. 23. október 2024, varðandi mönnun HVE.
- Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 23. október 2024, varðandi vörsluskyldu búfjár.
- Bókun frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 25. október 2024, varðandi mögulegan loðnubrest.
- Bréf frá EBÍ, dags. 25. október 2024, varðandi ágóðahlutagreiðslu sveitarfélaga.
- Bréf frá Óbyggðanefnd, dags. 10. október 2024, varðandi þjóðlendumál: eyjar og sker.
- Bréf frá Sorpurðun Vesturlands, dags. 29. október 2024, varðandi lokun fyrir móttöku rúmdýna.
- Bréf frá SSV, dags. 17. október 2024, varðandi Sóknaráætlun Vesturlands.
- Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2025. Fyrri umræða.
- Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2026 - 2028. Fyrri umræða.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 12. nóvember 2024
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri