Bæjarstjórnarfundur 14. nóvember 2024

Vakin er athygli á því að 385. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 14. nóvember 2024 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Fundargerð 5. fundar rekstrarnefndar Klifs, dags. 1. október  2024.
  2. Fundargerð 147. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 7. október 2024.
  3. Fundargerð 19. fundar öldungaráðs, dags. 19. október 2024.
  4. Fundargerð 103. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 2. október 2024.
  5. Fundargerð 226. fundar menningarnefndar, dags. 15. október 2024.
  6. Fundargerð 187. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 27. september 2024.
  7. Fundargerð 25. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 1. október 2024.
  8. Fundargerð ársfundar fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 21. október 2024.
  9. Fundargerð 192. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 21. október 2024.
  10. Fundargerð 226. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 9. september 2024.
  11. Fundargerð 952., 953. og 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. september 2024.
  12. Fundargerð 446. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 23. október 2024.
  13. Fundargerðir 82. og 83. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegsssveitarfélaga, dags. 22. október og 29. október 2024.
  14. Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 9. október 2024.
  15. Bréf frá Hollvinasamtökum Pakkhússins, ódags., varðandi ósk um fund með bæjarstjórn.
  16. Bréf frá Hraðfrystihúsi Hellissands, dags. 14. október 2024, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að Gunnari Bjarnasyni SH-122, skrn. 2462.
  17. Bréf frá Viktoríu Kr. Guðbjartsdóttur, dags. 10. október 2024, varðandi úrsögn úr hafnarstjórn.
  18. Bréf frá Félagi eldri borgara, dags. 2. október 2024, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi þann 17. nóvember nk. vegna jólabasars eldri borgara.
  19. Bréf frá safnaðarnefnd Ingjaldshólssóknar, dags. 27.  október 2024, varðandi ástand vegarins upp að Ingjaldshólskirkju.
  20. Bréf frá Atla Má Ingólfssyni, dags. 29. október 2024, varðandi landskipti á Dagverðará.
  21. Bréf frá Stígamótum, dags. 30. október 2024, varðandi ósk um fjárstuðning á árinu 2025.
  22. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. október 2024, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Ingibjargar Norberg um leyfi til að reka gististað í flokki II, frístundahús að Jaðri 16 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
  23. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Snæfellsbæ. Seinni umræða.
  24. Samningur Orkusölunnar og Snæfellsbæjar um rafmagn til fjarvarmaveitna.
  25. Samningur um samstarf á sviði endurhæfingar á milli Tryggingastofnunar, félagsþjónustu sveitarfélaga, Virk-starfsendurhæfingar ses., Vinnumálastofnunar og heilsugæslustöðva.
  26. Bréf frá SSV, dags. 23. október 2024, varðandi mönnun HVE.
  27. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 23. október 2024, varðandi vörsluskyldu búfjár.
  28. Bókun frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 25. október 2024, varðandi mögulegan loðnubrest.
  29. Bréf frá EBÍ, dags. 25. október 2024, varðandi ágóðahlutagreiðslu sveitarfélaga.
  30. Bréf frá Óbyggðanefnd, dags. 10. október 2024, varðandi þjóðlendumál: eyjar og sker.
  31. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands, dags. 29. október 2024, varðandi lokun fyrir móttöku rúmdýna.
  32. Bréf frá SSV, dags. 17. október 2024, varðandi Sóknaráætlun Vesturlands.
  33. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2025. Fyrri umræða.
  34. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2026 - 2028. Fyrri umræða.
  35. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 12. nóvember 2024

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri