Bæjarstjórnarfundur 14. september
10.09.2021 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 347. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 14. september kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Svæðisgarður Snæfellsness - Ragnhildur Sigurðardóttir mætir á fundinn.
- Fundargerðir 323., 324. og 325. fundar bæjarráðs, dags. 22. júní, 14. júlí og 1. september 2021.
- Fundargerð 195. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. september 2021.
- Fundargerð 436. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 20. ágúst 2021.
- Boð á haustþing SSV 2021, sem haldið verður þann 29. september n.k.
- Bréf frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, dags. 2. september 2021, varðandi breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar.
- Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Snæfellsbæjar nr. 611/2013.
- Bréf frá Sjúkratryggingum Íslands, dags. 6. september 2021, varðandi framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila, samhliða tímabundinni hækkun einingaverðs.
- Bréf frá Unicef og Félagsmálaráðuneytinu, dags. 2. september 2021, varðandi barnvæn sveitarfélög.
- Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 31. ágúst 2021, varðandi sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. ágúst 2021, varðandi innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
- Bréf frá Forsætisráðuneytinu og Jafnréttisstofu, dags. 25. ágúst 2021, varðandi stöðu jafnlaunavottunar.
- Tilkynning frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 2. september 2021, varðandi afgreiðslu á deiliskipulagstillögu á iðnaðarsvæðinu á Rifi.
- Tilkynning frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 2. september 2021, varðandi afgreiðslu á nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar á Hellissandi.
- Tilkynning frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 2. september 2021, varðandi afgreiðslu á deiliskipulagsbreytingu í Brekkunni í Ólafsvík.
- Minnispunktar bæjarstjóra.