Bæjarstjórnarfundur 17. desember 2020

Vakin er athygli á því að 340. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 17. desember 2020 kl. 12:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
  1. Fundargerð 144. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 16. desember 2020. Lagt fram á fundinum.
  2. Fundargerð 189. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 8. desember 2020.
  3. Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. desember 2020.
  4. Skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð úrgangsamála á Vesturlandi.
  5. Bréf frá SSV, dags. 13. desember 2020, varðandi mögulega aðild Kjósahrepps að Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
  6. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 23. nóvember 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar. Frestað frá síðasta fundi.
  7. Félagsmiðstöð unglinga í Snæfellsbæ. Niðurstöður vettvangsferðar.
  8. Vinnutímatillaga Grunnskóla Snæfellsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar.
  9. Vinnutímatillaga Ráðhúss Snæfellsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar.
  10. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 15. desember 2020 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri