Bæjarstjórnarfundur 17. desember 2020
15.12.2020 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 340. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 17. desember 2020 kl. 12:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerð 144. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 16. desember 2020. Lagt fram á fundinum.
- Fundargerð 189. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 8. desember 2020.
- Fundargerð 892. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. desember 2020.
- Skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð úrgangsamála á Vesturlandi.
- Bréf frá SSV, dags. 13. desember 2020, varðandi mögulega aðild Kjósahrepps að Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
- Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 23. nóvember 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar. Frestað frá síðasta fundi.
- Félagsmiðstöð unglinga í Snæfellsbæ. Niðurstöður vettvangsferðar.
- Vinnutímatillaga Grunnskóla Snæfellsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar.
- Vinnutímatillaga Ráðhúss Snæfellsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar.
- Minnispunktar bæjarstjóra.