Bæjarstjórnarfundur 19. janúar 2022

Vakin er athygli á því að 366. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
  1. Fundargerð 167. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 17. janúar 2023.
  2. Fundargerð 9. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 3. janúar 2023.
  3. Fundargerð fræðslunefndarfundar, dags. 14. nóvember 2022.
  4. Fundargerð fræðslunefndarfundar, dags. 29. nóvember 2022.
  5. Fundargerð 209. fundar Breiðafjarðanefndar, dags. 22. nóvember 2022.
  6. Fundargerð 179. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. desember 2022.
  7. Fundargerð 448. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 16. desember 2022.
  8. Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. desember 2022.
  9. Bréf frá Hollvinafélagi Pakkhússins, dags. 19. desember 2022, varðandi framtíðarsýn Pakkhússins.
  10. Bréf frá Saxa ehf., dags. 9. janúar 2023, varðandi ósk um framlengingu á samningi vegna Gufuskála.
  11. Bréf frá Sverrisútgerðinni, dags. 11. janúar 2023, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að mb. Glað SH-226, skipaskr.nr. 2384.
  12. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 16. janúar 2023, varðandi þak á húsnæði grunnskólans á Hellissandi.
  13. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 16. janúar 2023, varðandi afslátt af gatnagerðargjöldum.
  14. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 16. janúar 2023, varðandi ráðningu slökkviliðsstjóra.
  15. Bréf frá Matvælaráðuneytinu, dags. 7. desember 2022, varðandi starfsstöð Hafró í Ólafsvík.
  16. Bréf frá SSV, dags. 8. desember 2022, varðandi drög að stofnun Safnaklasa Vesturlands.
  17. Bréf frá GETU, gæðastarfi í skólum, dags. 27. desember 2022, varðandi ytra mat á leikskólum og grunnskólum.
  18. Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 19. desember 2022, varðandi umsókn um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  19. Húsnæðisáætlun 2023.
  20. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 17. janúar 2023 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri