Bæjarstjórnarfundur 2. mars 2023
28.02.2023 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 368. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerð 337. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 16. febrúar 2023.
- Fundargerð 97. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 19. janúar 2023.
- Fundargerð menningarnefndar, dags. 14. febrúar 2023.
- Fundargerð 168. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 16. febrúar 2023.
- Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 16. febrúar 2023.
- Fundargerð 10. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 7. febrúar 2023.
- Fundargerð 129. fundar stjórnar FSS, dags. 16. nóvember 2023.
- Fundargerð 211. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 17. janúar 2023.
- Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2023.
- Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 21. febrúar 2023, varðandi aðalfundarboð.
- Bréf til Innviðaráðuneytisins, dags. 24. janúar 2023 - staðfesting bæjarstjórnar.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. febrúar 2023, varðandi bókun nýrrar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga frá 17. febrúar sl.
- Bréf frá Golfklúbbnum Jökli, dags. 9. febrúar 2023, varðandi golfskála.
- Bréf frá Hopp, ódags., varðandi umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Snæfellsbæ.
- Bréf frá Póstinum, dags. 28. febrúar 2023, varðandi breytingar á póstþjónustu í Ólafsvík.
- Bréf frá Dýraverndarsambandi Íslands, dags. 10. febrúar 2023, varðandi hvatningu til sveitarfélaga til að koma villtum fuglum til aðstoðar.
- Minnispunktar bæjarstjóra.