Bæjarstjórnarfundur 22. desember 2022

Vakin er athygli á því að 365. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 22. desember kl. 10:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
  1. Fundargerð 166. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 20. desember 2022.
  2. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. desember 2022, varðandi hækkun útsvarsálagningar.
  3. Bréf frá valnefnd umdæmisráðs, dags. 16. desember 2022, varðandi samning um rekstur umdæmisráðs landsbyggða.
  4. Bréf frá Matvælaráðuneytinu, dags. 12. desember 2022, varðandi úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023.
  5. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 20. desember 2022. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri