Bæjarstjórnarfundur 28. september 2023
26.09.2023 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 374. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 28. september 2023 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Ungmennaráð Snæfellsbæjar - kynning á Erasmusferð ungmennaráðs til Ítalíu í september.
- Fundargerð 219. fundar menningarnefndar, dags. 12. september 2023.
- Fundargerð 100. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 30. ágúst 2023.
- Fundargerð 1. fundar nefndar um bókasafn Snæfellsbæjar, dags. 25. september 2023.
- Fundargerð 67. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 25. ágúst 2023.
- Fundargerðir 216. og 217. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 15. ágúst og 28.-29. ágúst 2023.
- Fundargerðir 932. og 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september og 18. september 2023.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 1. september 2023, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Mínu sf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Móum 4 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Kvenfélagi Ólafsvíkur, dags. 12. september 2023, varðandi listaverkið Gleði.
- Bréf frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 20. september 2023, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi þann 26. nóvember n.k. vegna jólabasars eldri borgara.
- Ályktun aðalsafnaðarnefndarfunds Ólafsvíkurkirkju, dags. 18. september 2023, varðandi líkhúsið í Ólafsvík.
- Bréf frá Landssambandi smábátaeigenda, dags. 17. september 2023, varðandi framtíð strandveiða.
- Bréf frá Stígamótum, dags. 30. ágúst 2023, varðandi beiðni um framlag á árinu 2024.
- Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 20. september 2023, varðandi skólaakstur á vorönn.
- Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 13. september 2023, varðandi ályktun um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.
- Bréf frá leikskólastjóra og byggingarfulltrúa, dags. 25. september 2023, varðandi stækkun á leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík.
- Útleigureglur fyrir félagsheimili Snæfellsbæjar.
- Ráðning forstöðumanns Jaðars. Ráðningarsamningur lagður fram á fundinum.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 26. september 2023
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri