Bæjarstjórnarfundur 28. september 2023

Vakin er athygli á því að 374. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 28. september 2023 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Ungmennaráð Snæfellsbæjar - kynning á Erasmusferð ungmennaráðs til Ítalíu í september.
  2. Fundargerð 219. fundar menningarnefndar, dags. 12. september 2023.
  3. Fundargerð 100. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 30. ágúst 2023.
  4. Fundargerð 1. fundar nefndar um bókasafn Snæfellsbæjar, dags. 25. september 2023.
  5. Fundargerð 67. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 25. ágúst 2023.
  6. Fundargerðir 216. og 217. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 15. ágúst og 28.-29. ágúst 2023.
  7. Fundargerðir 932. og 933. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september og 18. september 2023.
  8. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 1. september 2023, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Mínu sf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Móum 4 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
  9. Bréf frá Kvenfélagi Ólafsvíkur, dags. 12. september 2023, varðandi listaverkið Gleði.
  10. Bréf frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 20. september 2023, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi þann 26. nóvember n.k. vegna jólabasars eldri borgara.
  11. Ályktun aðalsafnaðarnefndarfunds Ólafsvíkurkirkju, dags. 18. september 2023, varðandi líkhúsið í Ólafsvík.
  12. Bréf frá Landssambandi smábátaeigenda, dags. 17. september 2023, varðandi framtíð strandveiða.
  13. Bréf frá Stígamótum, dags. 30. ágúst 2023, varðandi beiðni um framlag á árinu 2024.
  14. Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 20. september 2023, varðandi skólaakstur á vorönn.
  15. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 13. september 2023, varðandi ályktun um skógarreiti og græn svæði innan byggðar.
  16. Bréf frá leikskólastjóra og byggingarfulltrúa, dags. 25. september 2023, varðandi stækkun á leikskólanum Krílakoti í Ólafsvík.
  17. Útleigureglur fyrir félagsheimili Snæfellsbæjar.
  18. Ráðning forstöðumanns Jaðars. Ráðningarsamningur lagður fram á fundinum.
  19. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 26. september 2023

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri