Bæjarstjórnarfundur 3. febrúar 2021
01.02.2021 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 342. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 3. febrúar kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerðir 184. og 185. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 9. og 21. desember 2020.
- Fundargerð framkvæmdastjórnar Byggðasamlags Snæfellinga, dags. 23. nóvember 2020.
- Eigendafundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 19. janúar 2021, ásamt fjárhagsáætlun Hev fyrir árið 2021.
- Bréf frá kennurum við GSNB, dags. 19. janúar 2021, varðandi stimpilklukkur í starfsstöðvum grunnskólans.
- Bréf frá foreldrum og forráðamönnum nemenda GSNB - Lýsuhólsskóla, ásamt tillögu að reglum um skólaakstur í skólahverfi Lýsuhólsskóla.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. janúar 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Welcome Iceland ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, stærra gistiheimili, að Hafnargötu 11 í Rifi, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. janúar 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Welcome Iceland ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, stærra gistiheimili, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. janúar 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Welcome Iceland ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, að Klettsbúð 9 á Hellissandi, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 28. janúar 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Welcome Iceland ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV, stærra gistiheimili, að Ólafsbraut 20 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
- Bréf frá forstöðumanni tæknideildar, dags. 1. febrúar 2021, ásamt reglum fyrir geymslusvæði Snæfellsbæjar í námusvæði við Rif.
- Reglur Snæfellsbæjar um tölvupóst og netnotkun.
- Greining á rekstri Hjúkrunarheimilisins Jaðars, unnin af Hörpu Gunnarsdóttur.
- Bréf frá Borgarstjóranum í Reykjavík, dags. 19. janúar 2021, varðandi kröfur Reykjavíkur á hendur íslenska ríkinu um greiðslu framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
- Minnispunktar bæjarstjóra.