Bæjarstjórnarfundur 3. júní 2021
01.06.2021 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 346. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 3. júní kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
- Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
- Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.
- Tilnefning í íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar. Frestað frá síðasta fundi.
- Fundargerð menningarnefndar, dags. 5. maí 2021.
- Fundargerð 92. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 3. maí 2021.
- Fundargerð 149. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 31. maí 2021.
- Fundargerð 117. fundar stjórnar FSS, dags. 26. apríl 2021.
- Fundargerð 191. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 20. apríl 2021.
- Fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 20. maí 2021.
- Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2021.
- Fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 30. apríl 2021.
- Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. apríl 2021.
- Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 18. maí 2021, varðandi deiliskipulagsbreytingu í Brekkunni í Ólafsvík.
- Bréf frá Ástu Pálsdóttur, dags. 14. maí 2021, varðandi hugmynd að Sáinu í Ólafsvík.
- Bréf frá öldungaráði, dags. 1. júní 2021, varðandi íbúðamál eldri borgara í Snæfellsbæ.
- Bréf frá öldungaráði, dags. 1. júní 2021, varðandi hreinsun lóða eldri borgara og öryrkja.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 21. maí 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sker Restaurant um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, sem rekið verður að Grundarbraut 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. maí 2021, varðandi gjaldskrár vatnsveitna.
- Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, ódags., varðandi úrskurð vegna Fjárborgar 10d.
- Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 20. maí 2021, varðandi úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2021.
- Minnisblað vegna sameiningar Kjósarhrepps við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, dags. 26. maí 2021.
- Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 28. maí 2021, varðandi umburðarbréf vegna breyting á jarðlögum nr. 81/2004.
- Bréf frá stjórn Félags atvinnurekanda, dags. 1. júní 2021, varðandi ályktun vegna fasteignamats 2022.
- Bréf frá Skógræktinni, dags. 10. maí 2021, varðandi Bonn-áskorunina um útbreiðslu skóga.
- Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 12. maí 2021, varðandi framboð grænkerafæðis í leik- og grunnskólum.
- Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 12. maí 2021, varðandi aukinn stuðning við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna Covid 19.
- Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
- Minnispunktar bæjarstjórnar.