Bæjarstjórnarfundur 31. mars 2022
30.03.2022 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 356. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundur með stjórn Félags eldri borgara.
- Fundur með ungmennaráði.
- Fundargerð 158. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 2. mars 2022. Liður 6, sem frestað var á síðasta fundi bæjarstjórnar.
- Fundargerð 125. fundar stjórnar FSS, dags. 10. febrúar 2022.
- Fundargerð 199. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 16. febrúar 2022.
- Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 16. mars 2022.
- Fundargerð 175. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. mars 2022.
- Fundargerð 26. aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 16. mars 2022.
- Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. febrúar 2022.
- Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars 2022.
- Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélags ohf., dags. 1. apríl 2022.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 16. mars 2022, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Út og suður efh. um leyfi til að reka gististað í flokki II, tegund H-frístundahús, að Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 17. mars 2022, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn N18 ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, tegund H-íbúðir, að Gíslabæ á Hellnum, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Sveitarfélaginu Vogum, dags. 3. mars 2022, varðandi bókun varðandi Suðurnesjalínu 2.
- Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 8. mars 2022, varðandi þátttöku í stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands.
- Bréf frá Dómsmálaráðherra, dags. 22. mars 2022, varðandi endurskipulagningu sýslumannsembætta.
- Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 1. febrúar 2022, varðandi skólaakstur 2021.
- Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabót, dags. 24. mars 2022, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2022.
- Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 18. mars 2022, varðandi jafnlaunavottun.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. mars 2022, varðandi móttöku flóttamanna.
- Bréf frá Römpum upp Ísland, ódags., varðandi aukið aðgengi hreyfihamlaðra.
- Bréfa frá Margréti Vigfúsdóttur, dags. 18. mars 2022, varðandi myndgreiningu, nafngreiningu og geymslu gamalla mynda í eigu Snæfellsbæjar.
- Jafnlaunamarkmið Snæfellsbæjar.
- Jafnlaunastefna Snæfellsbæjar.
- Brunavarnaráætlun Slökkviliðs Snæfellsbæjar 2022 - 2026.
- Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2022.
- Ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
- Minnispunktar bæjarstjóra.