Bæjarstjórnarfundur 4. maí 2023

Vakin er athygli á því að 371. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2022. Seinni umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
  2. Fundargerð 13. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 28. apríl 2023.
  3. Fundargerð 170. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 2. maí 2023.
  4. Fundargerð 451. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 24. mars 2023.
  5. Fundargerð 452. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 19. apríl 2023.
  6. Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2023.
  7. Fundargerðir 922., 923. og 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga , dags. 31. mars, 5. apríl og 17. apríl 2023.
  8. Fundarboð aðildarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 2. maí 2023.
  9. Minnisblað frá SSV varðandi fræðsluferð fyrir sveitarstjórnarfulltrúa, dags. 2. maí 2023.
  10. Fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf., dags. 9. maí 2023.
  11. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 2. maí 2023, varðandi samvinnuverkefni HA í sjávarútvegi og vinnuskóla Snæfellsbæjar.
  12. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 2. maí 2023, varðandi sumarnámskeið 2023.
  13. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 27. apríl 2023, varðandi ósk um aukafjárveitingu til að koma til móts við aukinn matarkostnað í leikskólanum 2023.
  14. Bréf frá skólastjóra, dags. 25. apríl 2023, varðandi ósk um aukafjárveitingu til að koma til móts við aukinn matarkostnaðar í skólanum 2023.
  15. Úthlutunarreglur vegna akstursstyrk Snæfellsbæjar til UMF Staðarsveitar.
  16. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 21. apríl 2023, varðandi tilkynningu um breyttan endapunkt Staðastaðarvegar nr. 5706-01.
  17. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 21. apríl 2023, varðandi tilkynningu um fyrirhugaða niðurfellingu Axlarvegar nr. 5724-01 af vegaskrá.
  18. Tillaga að reglum Snæfellsbæjar um úthlutun á leiguíbúðum - með viðbótum og athugasemdum velferðarnefndar.
  19. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 2. maí 2023 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri