Bæjarstjórnarfundur 4. mars 2021
02.03.2021 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 343. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 4. mars kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerð 320. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 17. febrúar 2021.
- Fundargerð 136. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 1. mars 2021.
- Fundargerð 146. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. mars 2021.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 25. janúar 2021.
- Fundargerð ungmennaráðs, dags. 20. janúar 2021.
- Fundargerðir 186. og 187. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 7. janúar og 13. janúar 2021.
- Fundargerð 190. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 2. febrúar 2021.
- Fundargerð 165. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 10. febrúar 2021.
- Fundargerð eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 1. febrúar 2021.
- Fundargerð framhalds-eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 22. febrúar 2021.
- Fundargerðir 893. fundar og 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2020 og 29. janúar 2021.
- Fundargerð 431. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. janúar 2021.
- Fundarboð á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. mars 2021.
- Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 24. mars 2021.
- Bréf frá Soroptimistaklúbbi Snæfellsness, dags. 23. febrúar 2021, varðandi lagfæringar á brú við Hvalsá.
- Bréf frá Sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju, dags. 24. febrúar 2021, varðandi malbikunarframkvæmdir við Ingjaldshól sumarið 2021.
- Uppsagnarbréf frá Davíði Viðarssyni, tæknifræðingi, dags. 25. febrúar 2021.
- Uppsagnarbréf frá Ingigerði Stefánsdóttur, leikskólastjóra, dags. 25. febrúar 2021.
- Drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar.
- Tillaga minni sveitarfélaga til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16. febrúar 2021.
- Bréf frá Sigurði A Snævarr, dags. 26. febrúar 2021, varðandi ofgreiðslu staðgreiðslutekna sveitarfélaga, ásamt minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
- Bréf frá menningarfulltrúa Vesturlands, dags. 17. febrúar 2021, varðandi menningarstefnu Vesturlands 2021-2025.
- Bréf frá Kvennaathvarfinu, dags. 10. febrúar 2021, varðandi umsókn um rekstrarstyrk árið 2021.
- Bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 15. febrúar 2021, varðandi eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórnun sveitarstjórnarskrifstofa.
- Minnispunktar bæjarstjóra.