Bæjarstjórnarfundur 4. mars 2021

Vakin er athygli á því að 343. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 4. mars kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
  1. Fundargerð 320. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 17. febrúar 2021.
  2. Fundargerð 136. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 1. mars 2021.
  3. Fundargerð 146. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. mars 2021.
  4. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 25. janúar 2021.
  5. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 20. janúar 2021.
  6. Fundargerðir 186. og 187. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 7. janúar og 13. janúar 2021.
  7. Fundargerð 190. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 2. febrúar 2021.
  8. Fundargerð 165. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 10. febrúar 2021.
  9. Fundargerð eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 1. febrúar 2021.
  10. Fundargerð framhalds-eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 22. febrúar 2021.
  11. Fundargerðir 893. fundar og 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2020 og 29. janúar 2021.
  12. Fundargerð 431. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. janúar 2021.
  13. Fundarboð á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. mars 2021.
  14. Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 24. mars 2021.
  15. Bréf frá Soroptimistaklúbbi Snæfellsness, dags. 23. febrúar 2021, varðandi lagfæringar á brú við Hvalsá.
  16. Bréf frá Sóknarnefnd Ingjaldshólskirkju, dags. 24. febrúar 2021, varðandi malbikunarframkvæmdir við Ingjaldshól sumarið 2021.
  17. Uppsagnarbréf frá Davíði Viðarssyni, tæknifræðingi, dags. 25. febrúar 2021.
  18. Uppsagnarbréf frá Ingigerði Stefánsdóttur, leikskólastjóra, dags. 25. febrúar 2021.
  19. Drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði Grunnskóla Snæfellsbæjar.
  20. Tillaga minni sveitarfélaga til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 16. febrúar 2021.
  21. Bréf frá Sigurði A Snævarr, dags. 26. febrúar 2021, varðandi ofgreiðslu staðgreiðslutekna sveitarfélaga, ásamt minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
  22. Bréf frá menningarfulltrúa Vesturlands, dags. 17. febrúar 2021, varðandi menningarstefnu Vesturlands 2021-2025.
  23. Bréf frá Kvennaathvarfinu, dags. 10. febrúar 2021, varðandi umsókn um rekstrarstyrk árið 2021.
  24. Bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 15. febrúar 2021, varðandi eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórnun sveitarstjórnarskrifstofa.
  25. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 2. mars 2021 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri