Bæjarstjórnarfundur 4. október 2022
30.09.2022 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 362. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 4. október kl. 10:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerð stjórnar Dvalarheimilisins Jaðars, dags. 15. september 2022.
- Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 21. júní 2022.
- Fundargerð menningarnefndar, dags. 6. september 2022, ásamt bréfi frá Hollvinafélagi Pakkhússins.
- Fundargerð 163. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 29. september 2022.
- Fundargerð 65. stjórnar Jeratúns, dags. 26. ágúst 2022.
- Tölvubréf frá HeV, dags. 8. september 2022, ásamt fundargerð 177. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. september 2022.
- Fundargerð 445. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 16. september 2022.
- Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2022.
- Bréf frá Leikfélaginu Laugu, dags. 10. september 2022, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Röst vegna leiksýninga í nóvember.
- Bréf frá foreldrafélaginu Leik á Hellissandi, dags. 19. september 2022, varðandi mottur á útivistarsvæðinu við leikskólann.
- Bréf frá Eélagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 22. september 2022, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna jólabasars þann 20. nóvember 2022.
- Bréf frá Árna Guðjóni Aðalsteinssyni, dags. 25. september 2022, varðandi nýbyggingu að Ólafsbraut 23.
- Tölvubréf frá Ólafi Stephensen, dags. 21. september 2022, ásamt áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara.
- Tölvubréf frá Júlíu Sæmundsdóttur hjá Múlaþingi, dags. 7. september 2022, ásamt samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og erindisbréf valnefndar umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.
- Bréf frá UNICEF, dags. 28. september 2022, varðandi tækifæri barna til áhrifa og ráð ungmenna til ráðamanna.
- Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 22. september 2022, varðandi sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.
- Minnispunktar bæjarstjóra.