Bæjarstjórnarfundur 5. desember 2019
04.12.2019 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 326. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
- Fundargerð 310. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 28. nóvember 2019.
- Fundargerð velferðarnefndar, dags. 11. nóvember 2019.
- Fundargerð 88. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 19. nóvember 2019.
- Fundargerðir 184. fundar og 185. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 1. október og 12. nóvember 2019.
- Fundargerð 417. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. október 2019.
- Bréf frá séra Óskari Inga Ingasyni, ódags., varðandi visatíu biskups Íslands 16. - 17. febrúar 2020.
- Bréf frá stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur, dags. 2. desember 2019, varðandi umsókn um rekstrarstyrk á árinu 2020.
- Bréf frá útgerðinni Ingibjörgu ehf., dags. 3. desember 2019, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að bátnum Guðlaugu SH-62, sksskrnr. 2493.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 3. desember 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Sker restaurant um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. Athugið að þetta er umsókn um breytingu á núverandi rekstrarleyfi.
- Tillaga að styrkjum á fjárhagsáætlun 2020.
- Tillaga að gjaldskrám Snæfellsbæjar fyrir árið 2020.
- Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 - seinni umræða.
- Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2021 - 2023 - seinni umræða.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 3. desember 2019 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri.