Bæjarstjórnarfundur 5. febrúar 2025
03.02.2025 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 388. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 5. febrúar 2025 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fundargerð 189. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 29. janúar 2025.
- Fundargerð 26. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 14. janúar 2025.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 13. janúar 2026.
- Fáliðunaráætlun Leikskóla Snæfellsbæjar.
- Fundargerð 78. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
- Bréf frá Félagsmiðstöðinni Afdrep, dags. 24. janúar 2025, varðandi Ævintýranámskeið fyrir 10 - 12 ára börn í Snæfellsbæ í sumar.
- Bréf frá Matvælaráðuneytinu, dags. 22. janúar 2025, varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024/2025.
- Samþykktir fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, fyrri umræða.
- Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 20. janúar 2025, varðandi verkfallsboðun félagsins.
- Álytktun haustfundar Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarfulltrúa á Íslandi, vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
- Bréf frá Umhyggju, dags. 28. janúar 2025, varðandi stöðu fatlaðra barna í verkfalli KÍ.
- Bréf frá Herdísi Storgaard, dags. 27. janúar 2025, varðandi Miðstöð slysavarna barna.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 3. febrúar 2025.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri