Bæjarstjórnarfundur 5. júní 2024
03.06.2024 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 382. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 5. júní 2024 kl. 15:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
- Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
- Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.
- Fundargerð 349. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 23. maí 2024.
- Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 14. maí 2024.
- Fundargerð 183. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 3. júní 2024.
- Fundargerð eigendafundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 6. maí 2024.
- Fundargerð 189. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 6. maí 2024.
- Fundargerð 190. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 27. maí 2024.
- Fundargerð 222. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 18. mars 2024.
- Fundargerð 180. fundar stjórnar SSV, dags. 6. mars 2024.
- Fundargerð 181. fundar stjórnar SSV, dags. 6. maí 2024.
- Fundargerð 947. fundar stjórnar SÍS, dags. 19. apríl 2024.
- Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. mars 2024.
- Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 7. maí 2024.
- Fundargerð aðalfundar Landskerfi bókasafna, dags. 7. maí 2024.
- Fundarboð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem haldinn verður 3. júlí 2024.
- Bréf frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 28. maí 2024, varðandi tillögur ríkisins um breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 24. maí 2024, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótel Hellna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV - A hótel, að Arnarfelli á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 24. maí 2024, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótel Hellna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV - A hótel, að Bárðarslóð á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
- Bréf frá SAMAN-hópnum, ódags., varðandi hvatningu til samveru fjölskyldunnar.
- Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 3. júní 2024
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri