Bæjarstjórnarfundur 5. mars 2020

Vakin er athygli á því að 330. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 5. mars 2020 kl. 14:30.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
  1. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes.  Ragnhildur Sigurðardóttir mætir á fundinn.
  2.  Fundargerð 311. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 20. febrúar 2020.
  3. Fundargerð 134. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 26. febrúar 2020.
  4. Fundargerð 191. fundar menningarnefndar, dags. 11. febrúar 2020.
  5. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 5. febrúar 2020.
  6. Fundargerð 8. fundar öldungaráðs, dags. 23. janúar 2020.
  7. Fundargerð 186. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. febrúar 2020.
  8. Fundargerð 176. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 14. janúar 2020.
  9. Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 26. febrúar 2020.
  10. Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. janúar 2020.
  11. Fundargerð 420. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 26. febrúar 2020.
  12. Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 1. apríl 2020.
  13. Aðalfundarboð Landssamtaka landeiganda á Íslandi, dags. 19. mars 2020.
  14. Bréf frá byggingarfulltrúa, dags. 3. mars 2020, varðandi Dalbraut 12 og útivistar- og göngusvæði á Hellissandi.
  15. Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 14. febrúar 2020, varðandi ástand íþróttahússins á Hellissandi.  Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
  16. Bréf frá stjórn Ingjaldshólskirkjusafnaðar, dags. 26. febrúar 2020, varðandi framlag vegna kostnaðar við endurgerð girðingar við kirkjugarð á Ingjaldshóli.
  17. Tillaga frá bæjarfulltrúum D-listans, dags. 14. febrúar 2020, varðandi könnun á þeim möguleika að byggja leiguíbúðir fyrir 60+ í Snæfellsbæ.
  18. Bréf frá Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu, dags. 20. febrúar 2020, varðandi atkvæðagreiðslu um verkföll.
  19. Bréf frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi, dags. 23. febrúar 2020, varðandi eignarhald fasteigna.
  20. Bréf frá UNICEF á Íslandi, dags. 25. febrúar 2020, varðandi barnvæn sveitarfélög.
  21. Bréf frá Félagi húsbílaeigenda, dags. 18. febrúar 2020, varðandi leyfi landeigenda til að nátta utan skipulagðra tjaldsvæða.
  22. Bréf frá Orkusjóði, dags. 25. febrúar 2020, varðandi samning um styrkveitingu til uppsetningar á varmadælu á Jaðri.
  23. Skýrsla Terra um sorphirðu og söfnun á efni til endurvinnslu í Snæfellsbæ.  Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
  24. Minnispunktar bæjarstjóra. 
Snæfellsbæ, 3. mars 2020 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri