Bæjarstjórnarfundur 5. mars 2020
04.03.2020 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 330. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 5. mars 2020 kl. 14:30.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Ragnhildur Sigurðardóttir mætir á fundinn.
- Fundargerð 311. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 20. febrúar 2020.
- Fundargerð 134. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 26. febrúar 2020.
- Fundargerð 191. fundar menningarnefndar, dags. 11. febrúar 2020.
- Fundargerð velferðarnefndar, dags. 5. febrúar 2020.
- Fundargerð 8. fundar öldungaráðs, dags. 23. janúar 2020.
- Fundargerð 186. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. febrúar 2020.
- Fundargerð 176. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 14. janúar 2020.
- Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 26. febrúar 2020.
- Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. janúar 2020.
- Fundargerð 420. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 26. febrúar 2020.
- Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 1. apríl 2020.
- Aðalfundarboð Landssamtaka landeiganda á Íslandi, dags. 19. mars 2020.
- Bréf frá byggingarfulltrúa, dags. 3. mars 2020, varðandi Dalbraut 12 og útivistar- og göngusvæði á Hellissandi.
- Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 14. febrúar 2020, varðandi ástand íþróttahússins á Hellissandi. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
- Bréf frá stjórn Ingjaldshólskirkjusafnaðar, dags. 26. febrúar 2020, varðandi framlag vegna kostnaðar við endurgerð girðingar við kirkjugarð á Ingjaldshóli.
- Tillaga frá bæjarfulltrúum D-listans, dags. 14. febrúar 2020, varðandi könnun á þeim möguleika að byggja leiguíbúðir fyrir 60+ í Snæfellsbæ.
- Bréf frá Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellsnessýslu, dags. 20. febrúar 2020, varðandi atkvæðagreiðslu um verkföll.
- Bréf frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi, dags. 23. febrúar 2020, varðandi eignarhald fasteigna.
- Bréf frá UNICEF á Íslandi, dags. 25. febrúar 2020, varðandi barnvæn sveitarfélög.
- Bréf frá Félagi húsbílaeigenda, dags. 18. febrúar 2020, varðandi leyfi landeigenda til að nátta utan skipulagðra tjaldsvæða.
- Bréf frá Orkusjóði, dags. 25. febrúar 2020, varðandi samning um styrkveitingu til uppsetningar á varmadælu á Jaðri.
- Skýrsla Terra um sorphirðu og söfnun á efni til endurvinnslu í Snæfellsbæ. Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði.
- Minnispunktar bæjarstjóra.