Bæjarstjórnarfundur 5. september

Vakin er athygli á því að 323. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 14:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Hér má nálgast fundarboð. Dagskrá fundar:
  1. Fundargerðir 305., 306. og 307. fundar bæjarráðs, dags. 20. júní, 18. júlí og 20. ágúst 2019.
  2. Fundargerð 129. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 30. ágúst 2019.
  3. Fundargerð 184. fundar menningarnefndar, dags. 29. ágúst 2019.
  4. Fundargerð 57. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 19. ágúst 2019.
  5. Fundargerð 53. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. ágúst 2019.
  6. Fundargerð 414. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 28. ágúst 2019.
  7. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 2. september 2019, varðandi haustþing SSV.
  8. Bréf frá Hilmari Má Arasyni, dags. 28. ágúst 2019, varðandi boð til bæjarstjórnar um heimsókn í skógræktina í Ólafsvík.
  9. Bréf frá eigendum nokkurra jarða á Mýrum, dags. 26. ágúst 2019, varðandi fjölgun meindýra vegna kvóta á veiðum og urðunarsvæðisins í Fíflholtum.
  10. Bréf frá Oliver ehf., dags. 23. ágúst 2019, varðandi ósk um að Snæfellsbær falli frá forkaupsrétti á bátnum Rá SH-308, skipaskrárnr. 2419.
  11. Bréf frá Birgi Tryggvasyni, dags. 31. ágúst 2019, varðandi úrsögn úr umhverfis- og skipulagsnefnd.
  12. Bréf frá Rebekku Unnarsdóttur, dags. 2. september 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna fjölmenningarhátíðar þann 20. október n.k.
  13. Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 20. ágúst 2019, varðandi áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga á Íslandi um að draga úr neyslu dýraafurða í mötuneytum.
  14. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 27. ágúst 2019, varðandi dag um fórnarlömb umferðarslysa.
  15. Bréf frá framkvæmdastjóra SSV, dags. 12. júlí 2019, varðandi greinargerð SSV um skipulags- og byggingarmál á Snæfellsnesi. Áður tekið fyrir í bæjarráði og vísað þaðan til bæjarstjórnar.
  16. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. ágúst 2019, varðandi stefnumótunarfund SSKS.
  17. Bréf frá Persónuvernd, dags. 26. ágúst 2019, varðandi úttekt persónuverndar á tilnefningu persónuverndarfulltrúa.
  18. Jafnlaunastefna Snæfellsbæjar.
  19. Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar.
  20. Drög að fundarplani bæjarstjórnar haustið 2019.
  21. Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 3. september 2019. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri