Bæjarstjórnarfundur 5. september
03.09.2019 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 323. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 5. september 2019 kl. 14:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Hér má nálgast fundarboð. Dagskrá fundar:- Fundargerðir 305., 306. og 307. fundar bæjarráðs, dags. 20. júní, 18. júlí og 20. ágúst 2019.
- Fundargerð 129. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 30. ágúst 2019.
- Fundargerð 184. fundar menningarnefndar, dags. 29. ágúst 2019.
- Fundargerð 57. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 19. ágúst 2019.
- Fundargerð 53. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. ágúst 2019.
- Fundargerð 414. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 28. ágúst 2019.
- Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 2. september 2019, varðandi haustþing SSV.
- Bréf frá Hilmari Má Arasyni, dags. 28. ágúst 2019, varðandi boð til bæjarstjórnar um heimsókn í skógræktina í Ólafsvík.
- Bréf frá eigendum nokkurra jarða á Mýrum, dags. 26. ágúst 2019, varðandi fjölgun meindýra vegna kvóta á veiðum og urðunarsvæðisins í Fíflholtum.
- Bréf frá Oliver ehf., dags. 23. ágúst 2019, varðandi ósk um að Snæfellsbær falli frá forkaupsrétti á bátnum Rá SH-308, skipaskrárnr. 2419.
- Bréf frá Birgi Tryggvasyni, dags. 31. ágúst 2019, varðandi úrsögn úr umhverfis- og skipulagsnefnd.
- Bréf frá Rebekku Unnarsdóttur, dags. 2. september 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna fjölmenningarhátíðar þann 20. október n.k.
- Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 20. ágúst 2019, varðandi áskorun til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga á Íslandi um að draga úr neyslu dýraafurða í mötuneytum.
- Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 27. ágúst 2019, varðandi dag um fórnarlömb umferðarslysa.
- Bréf frá framkvæmdastjóra SSV, dags. 12. júlí 2019, varðandi greinargerð SSV um skipulags- og byggingarmál á Snæfellsnesi. Áður tekið fyrir í bæjarráði og vísað þaðan til bæjarstjórnar.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. ágúst 2019, varðandi stefnumótunarfund SSKS.
- Bréf frá Persónuvernd, dags. 26. ágúst 2019, varðandi úttekt persónuverndar á tilnefningu persónuverndarfulltrúa.
- Jafnlaunastefna Snæfellsbæjar.
- Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar.
- Drög að fundarplani bæjarstjórnar haustið 2019.
- Minnispunktar bæjarstjóra.