Bæjarstjórnarfundur 5. september 2024
03.09.2024 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 383. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 5. september 2024 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fundargerðir 350., 351. og 352. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 20. júní, 3. júlí og 14. ágúst 2024.
- Fundargerð 185. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 23. ágúst 2024.
- Fundargerð 18. fundar öldungaráðs, dags. 19. ágúst 2024.
- Fundargerð landbúnaðarnefndar, dags. 15. ágúst 2024.
- Fundargerðir 23. og 24. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 14. ágúst og 3. september 2024.
- Punktar frá fundi um markaðs- og upplýsingamál, dags. 21. ágúst 2024.
- Fundargerð 69. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 28. ágúst 2024.
- Fundargerðir stjórnarfunda Sorpurðunar Vesturlands, dags. 29. apríl og 25. júní 2024.
- Fundargerðir 181. fundar og 182. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. ágúst 2024.
- Fundargerð 464. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. ágúst 2024.
- Gjaldskrá fyrir förgun og móttöku sorps frá fyrirtækjum.
- Reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
- Bréf frá ÍSÍ, ódags., varðandi samþykkta styrkumsókn.
- Bréf frá Kvennaathvarfinu, dags. 3. september 2024, varðandi ósk um rekstrarstyrk á árinu 2025.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 3. september 2024
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri