Bæjarstjórnarfundur - 7. desember 2023

Vakin er athygli á því að 376. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 7. desember 2023 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Tjaldsvæði Snæfellsbæjar: Patrick Roloff, umsjónarmaður tjaldsvæðanna, mætir á fundinn.
  2. Fjölbrautaskóli Snæfellinga: Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari, mætir á fundinn.
  3. Fundargerð 345. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 30. nóvember 2023.
  4. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 31. október 2023.
  5. Fundargerð 177. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 16. nóvember 2023.
  6. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 26. október og 27. nóvember 2023.
  7. Fundargerðir 2. og 3. fundar stýrihóps um heilseflandi samfélag, dags. 22. ágúst og 21. nóv. 2023.
  8. Fundargerð 18. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 5. desember 2023.
  9. Fundargerð 145. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 5. desember 2023.
  10. Fundargerð 186. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 6. nóvember 2023.
  11. Fundargerð 177. fundar stjórnar SSV, dags. 3. október 2023,
  12. Fundargerð 458. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 17. nóvember 2023.
  13. Fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. nóvember 2023.
  14. Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2023.
  15. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 1. desember 2023, varðandi lækkun umferðarhraða á Útnesvegi 574 við Stóra- og Litla-Kamb.
  16. Bréf frá Matvælaráðuneytinu, dags. 1. desember 2023, varðandi úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
  17. Reglur um frístundastyrki í Snæfellsbæ.
  18. Bréf frá bæjarritara, dags. 10. nóvember 2023, varðandi afslátt gatnagerðargjalda.
  19. Tilnefning aðalmanns í hafnarstjórn.
  20. Tilnefning varamanns í hafnarstjórn.
  21. Tilnefning varamanns í öldungaráð.
  22. Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2024.
  23. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2024. Seinni umræða.
  24. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2025-2027.
  25. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 5. desember 2023

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri