Bæjarstjórnarfundur 7. janúar 2021

Vakin er athygli á því að 341. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 7. janúar kl. 14:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:

1. Fundargerð 135. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 21. desember 2020.

2. Fundargerð 164. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 15. desember 2020.

3. Fundargerð 429. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 26. nóvember 2020.

4. Fundargerð 430. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 11. desember 2020.

5. Þinggerð 42. þings Hafnasambands Íslands, dags. 27. nóvember 2020.

6. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 4. janúar 2021, varðandi aukafjárveitingu vegna reksturs leikskólans á árinu 2020.

7. Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 5. janúar 2021, varðandi landskipulagsstefnu 2015-2026.

8. Bréf frá Samtökum dragnótamanna, dags. 18. desember 2020, varðandi skýrslu Breiðafjarðarnefndar.

9. Svarbréf Breiðafjarðarnefndar til samtaka dragnótamanna, dags. 21. desember 2020, varðandi framtíð Breiðafjarðar.

10. Bréf frá Skorradalshrepp, dags 10. desember 2020, varðandi höfnun hreppsins á fjárhagsáætlun HEV og gjaldskrártillögu HEV fyrir árið 2021, ásamt svarbréfi HEV, dags. 18. desember 2020.

11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. desember 2020, varðandi lokaskýrslu um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning.

12. Bréf frá samtökum grænkera á Íslandi, dags. 29. desember 2020, varðandi áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum, ásamt áskorun sömu samtaka, sama efnis, til allra leik- og grunnskóla landssins.

13. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 5. janúar 2021 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri