Bæjarstjórnarfundur 7. maí 2024
03.05.2024 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 381. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2023. Seinni umræða. Endurskoðendur mæta á fundinn.
- Kynning á skýrslu um slökkvilið. Haraldur L. Haraldsson mætir á fundinn í gegnum Teams.
- Fundargerð 348. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 23. apríl 2024.
- Fundargerð 146. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 29. apríl 2024.
- Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 9. febrúar og 16. mars 2024.
- Fundargerð 224. fundar menningarnefndar, dags. 16. janúar 2024.
- Fundargerð 17. fundar öldungaráðs, dags. 8. apríl 2024.
- Fundargerð 182. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 3. maí 2024.
- Bréf frá forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 26. mars 2024, varðandi stofnun barnaverndarþjónustu Vesturlands - síðari umræða.
- Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Snæfellsbæ - fyrri umræða.
- Þakkarbréf frá HSH, dags. 11. apríl 2024.
- Ársskýrsla Nýsköpunarnets Vesturlands ses., 2023-2024.
- Endurskoðun á gjaldskrám Snæfellsbæjar árið 2024.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 3. maí 2024
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri