Bæjarstjórnarfundur 7. mars 2024

Vakin er athygli á því að 379. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 7. mars 2024 kl. 14:30.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Fundargerð 180. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 5. mars 2024.
  2. Fundargerð menningarnefndar, dags. 16. janúar 2024.
  3. Fundargerð 19. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 13. febrúar 2024.
  4. Fundargerð fundar um kynningar- og upplýsingamál, dags. 23. febrúar 2024.
  5. Fundargerð 203. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 7. febrúar 2024.
  6. Fundargerð 220. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 29. janúar 2024.
  7. Fundargerðir 942., 943. og 944. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. janúar, 9. febrúar og 23. febrúar 2024.
  8. Fundargerð 461. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 16. febrúar 2024.
  9. Fundargerð 179. fundar stjórnar SSV, dags. 24. janúar 2024.
  10. Fundarboð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 20. mars 2024.
  11. Fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 20. mars 2024.
  12. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 14. mars 2024.
  13. Bréf frá Hvítum Mávum ehf., dags. 25. febrúar 2024, varðandi synjun Snæfellsbæjar á umsókn um leyfi til reksturs gististaðar að Skólabraut 1 á Hellissandi.
  14. Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytingu, dags. 7. febrúar 2024, varðandi fyrirhugaða úttekt á tónlistarskólum.
  15. Stefna Snæfellsness í sjálfbærri þróun.
  16. Bréf frá Snæfellsnes Adventure, dags. í febrúar 2024, varðandi „Hop On Hop Off“ á Snæfellsnesi.
  17. Bréf frá Óbyggðanefnd, dags. 12. febrúar 2024, varðandi þjóðlendumál: eyjar og sker.
  18. Bréf frá Matvælaráðuneytinu, dags. 14. febrúar 2024, varðandi regluverk um búfjárbeit.
  19. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. mars 2024, varðandi 80 ára afmæli lýðveldisins.
  20. Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 26. febrúar 2024, varðandi álit um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs í bókum sveitarfélaga.
  21. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 19. febrúar 2024, varðandi tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.
  22. Þakkarbréf frá húsfélagi Björgunarmiðstöðinni Von í Rifi, dags. 28. febrúar 2024, vegna styrks til þakskipta.
  23. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 5. mars 2024

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri