Bæjarstjórnarfundur 7. september 2023
05.09.2023 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 373. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 7. september 2023 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- UMF Víkingur/Reynir: fulltrúar úr stjórn mæta á fundinn til að ræða rútuferðir.
- Fundargerðir 340, 341., 342. og 343. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 22. júní, 13. júlí, 19. júlí og 22. ágúst 2023.
- Fndargerð 15. fundar öldungaráðs, dags. 29. ágúst 2023.
- Fundargerð 144. fundar hafnarstjórnar, dags. 31. ágúst 2023.
- Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 24. ágúst 2023.
- Fundargerði 174. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 4. september 2023.
- Fundargerð 15. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 5. september 2023.
- Fundargerð 175. fundar stjórnar SSV, dags. 7. júní 2023.
- Fundargerð 176. fundar stjórnar SSV, dags. 23. ágúst 2023.
- Fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. ágúst 2023.
- Bréf frá SSV, dags. 4. september 2023, varðandi Haustþing SSV 2023.
- Bréf frá öldungaráði, dags. í ágúst 2023, varðandi líkhúsið.
- Bréf frá öldungaráði, dags. í ágúst 2023, varðandi skoðanakönnun um húsnæðismál eldri borgara.
- Bréf frá Hollvinafélagi Pakkhússins, dags. 29. ágúst 2023, varðandi og ásamt úttekt á sýningarrými Pakkhússins og geymsluhúsnæðinu á Hellissandi.
- Bréf frá Gunnari Tryggvasyni, dags. 24. ágúst 2023, varðandi ágangsfé.
- Bréf frá Sveitarfélaginu Stykkishólmi, dags. 25. ágúst 2023, varðandi ágang búfjár, ásamt fundargerð landbúnaðarnefndar Stykkishólms, dags. 12. júlí 2023, varðandi sama mál.
- Bréf frá Stjórnarráði Íslands, dags. 5. september 2023, varðandi hvatningu til sveitarstjórnar um mótun málstefnu.
- Gjaldskrá leikskólagjalda ásamt útskýringum á breytingum.
- Bréf frá bæjarritara, dags. 5. september 2023, varðandi vinnutímastyttingu í leikskóla Snæfellsbæjar.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 5. september 2023
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri