Bæjarstjórnarfundur 8. desember 2022

Vakin er athygli á því að 363. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 8. desember kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:
  • Heimir Berg, markaðs- og kynningarfulltrúi Snæfellsbæjar, mætir á fundinn og fer yfir það sem er helst á döfinni.
  • Fundargerð 336. fundar bæjarráðs, dags. 1. desember 2022.
  • Fundargerð menningarnefndar, dags. 17. nóvember 2022
  • Fundargerð stjórnar Dvalarheimilisins Jaðars, dags. 15. nóvember 2022.
  • Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 29. nóvember 2022.
  • Fundargerð 142. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 6. desember 2022
  • Fundargerð 164. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 6. desember 2022.
  • Fundargerð 8. fundar Framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 6. desember 2022.
  • Fundargerð 201. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 29. nóvember 2022.
  • Fundargerð 208. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 25. október 2022.
  • Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2022.
  • Fundargerð 447. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. nóvember 2022.
  • Bréf frá stjórnendum leikskóla Snæfellsbæjar, dags. 24. nóvember 2022, varðandi betri vinnutíma í leikskóla Snæfellsbæjar.
  • Bréf frá Ragnheiði Víglundsdóttur og Jenný Guðmundsdóttur, dags. 30. nóvember 2022, varðandi kirkjumuni á annarri hæð Pakkhússins, ásamt greinargerð frá Hollvinafélagi Pakkhússins vegna skásetningar og flokkunar á safnmunum.
  • Bréf frá kórunum á Snæfellsnesi, dags. 1. desember 2022, varðandi styrk vegna tónleikahalds.
  • Reglur fyrir geymslusvæði Snæfellsbæjar við námusvæði ofan Rifs.
  • Minnispunktar um sérsöfnun úrgangs í Snæfellsbæ og Grundarfjarðarbæ, dags. 30. nóvember 2022.
  • Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar 2022-2026.
  • Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember 2022, varðandi breytingar í barnaverndar-þjónustu sveitarfélaga.
  • Bréf frá Sorpurðun Vesturlands, dags. 30. nóvember 2022, varðandi gjaldskrá fyrir árið 2023.
  • Fjárhagsáætlun og gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2023.
  • Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2023.
  • Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2023. Seinni umræða.
  • Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar fyrir árin 2024-2026
  • Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 6. desember 2022 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri