Bæjarstjórnarfundur 8. febrúar 2024
06.02.2024 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 378. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Málefni Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari, mætir á fundinn.
- Fundargerð 346. fundar bæjarráðs, dags. 30. janúar 2024.
- Fundargerð 179. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. janúar 2024.
- Fundargerð 102. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 29. janúar 2024.
- Fundargerð 4. fundar stýrihóps um Heilsueflandi samfélag, dags. 22. janúar 2024.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 25. janúar 2024.
- Fundargerð fundar um kynningar- og upplýsingamál, dags. 15. janúar 2024.
- Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 16. janúar 2024.
- Fundargerð velferðarnefndar, dags. 21. janúar 2024.
- Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. janúar 2024.
- Fundargerð 460. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. janúar 2024.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar 2024, varðandi boðun á XXXIX. landsþing sambandsins.
- Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 30. janúar 2024, varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.
- Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 1. nóvember 2022, varðandi tilnefningu í vatnasvæðanefnd.
- Bréf frá velferðarnefnd, dags. 26. janúar 2024, varðandi breytingar á erindisbréfi nefndarinnar.
- Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 5. febrúar 2024, varðandi bréf Umhverfisstofnunar um framkvæmdaráætlun náttúruminjaskrár, ásamt bréfi eiganda jarðarinnar Mels í Snæfellsbæ, dags. 1. febrúar 2024, og bréfi landeigenda jarða á svæðinu sem um ræðir ásamt undirskriftalista og ósk um afstöðu bæjarstjórnar Snæfellsbæjar til erindis Umhverfisstofnunar.
- Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 24. janúar 2024, varðandi óverulega breytingu deiliskipulags á hafnarsvæði í Rifi.
- Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 15. janúar 2024, varðandi óverulega breytingu deiliskipulags á hafnarsvæði í Rifi.
- Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 5. febrúar 2024, varðandi reglur um takmörkun útgáfu rekstrarleyfa í íbúðarbyggð.
- Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2024.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 6. febrúar 2024
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri