Bæjarstjórnarfundur 8. júní 2023

Vakin er athygli á því að 372. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Farsæld barna: Sigrún Ólafsdóttir og Ingveldur Eyþórsdóttir mæta á fundinn með stutta kynningu.
  2. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
  3. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
  4. Kosning þriggja aðila og jafn margra til vara í bæjarráð til eins árs.
  5. Fundargerð 339. fundar bæjarráðs, dags. 16. maí 2023.
  6. Fundargerð 171. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. júní 2023.
  7. Fundargerð 143. fundar hafnarstjórnar, dags. 17. maí 2023.
  8. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 8. maí 2023.
  9. Fundargerð menningarnefndar, dags. 9. maí 2023.
  10. Fundargerðir ungmennaráðs, dags. 8. ágúst, 7. nóvember og 20. desember 2022, og 16. janúar, 1. febrúar og 24. apríl 2023.
  11. Fundargerð 1. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag, dags. 25. maí 2023.
  12. Fundargerð spretthóps um úrræði fyrir leikskólabörn vegna styttingu vinnuvikunnar, dags. 30. maí 2023.
  13. Fundargerð aðalfundar byggðasamlags um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 2. maí 2023.
  14. Fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf., dags. 24. maí 2023.
  15. Fundargerð 214. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 25. apríl 2023.
  16. Fundargerð 181. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 8. maí 2023, ásamt dagskrá fræðslunefndar um fráveitumál á Vesturlandi sem haldinn var fimmtudaginn 25. maí sl.
  17. Aðalfundarboð Nývest ses þann 6. júní 2023.
  18. Fundargerð 925., 926., 927. og 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. apríl, 17. maí, 26. maí og 2. júní 2023.
  19. Fundargerð 453. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 17. maí 2023.
  20. Fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. apríl 2023.
  21. Bréf frá Jóni Guðmanni Péturssyni, dags. 2. júní 2023, ásamt athugasemdum við álit og leiðbeiningar SÍS til sveitarfélaga vegna álits Umboðsmanns og úrskurðar dómsmálaráðuneytis vegna ágangsfjár.
  22. Bréf frá Strandveiðifélagi Íslands, dags. 26. maí 2023, varðandi ósk um áskorun frá sveitarfélaginu vegna strandveiða.
  23. Bréf frá starfsfólki Lýsudeildar Grunnskóla Snæfellsbæjar, dags. 31. maí 2023, varðandi ástand húsnæðis Lýsudeildar.
  24. Bréf frá Kili, stéttarfélagi, dags. 19. maí 2023, varðandi tilkynningu um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll.
  25. Bréf frá starfsfólki leikskóla Snæfellsbæjar, dags. 31. maí 2023, varðandi kjaramál.
  26. Bréf frá Kili, stéttarfélagi, dags. 31. maí 2023, varðandi verkfallsbrot á leikskólum Snæfellsbæjar.
  27. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 22. maí 2023, varðandi Betra – og grænna – Ísland.
  28. Bréf frá leikskólastjórnendum Snæfellsbæjar, ódags., varðandi fjölda barna á leikskóla Snæfellsbæjar í dymbilvikunni og tillögur að fullri styttingu vinnuvikunnar.
  29. Bréf frá bæjarritara, dags. 6. júní 2023, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna matarinnkaupa í grunnskóla og leikskóla Snæfellsbæjar.
  30. Tillaga að gjaldskrá leikskólagjalda í Snæfellsbæ, sem taka á gildi 1. ágúst 2023.
  31. Fyrirspurnir frá J-listanum:
      • Hver er staðan á geymslusvæði fyrir gáma í Rifi?
      • Hver er staðan á líkhúsinu í Ólafsvík?
      • Hver er staðan með stöðu slökkviliðsstjóra?
      • Er komin niðurstaða um það hverig þakið á að vera á grunnskólanum á Hellissandi?
      • Útskýringar á verkfallsbrotum í leikskólanum?
  32. Bréf frá bæjarstjóra, dags 6. júní 2023, varðandi heimgreiðslur til foreldra.
  33. Bréf frá bæjarstjóra, dags. 6. júní 2023, varðandi sorpmál í Snæfellsbæ.
  34. Vinabýjarvitjan: heimsókn frá Vestmanna í Færeyjum á Ólafsvíkurdögum í sumar.
  35. Umboð til bæjarrráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
  36. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 6. júní 2023
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri