Bæjarstjórnarfundur 9. janúar 2020

Vakin er athygli á því að 328. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 9. janúar 2020 kl. 10:30.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:
  1. Fundargerðir 188., 189. og 190. fundar menningarnefndar, dags. 15. nóvember, 11. desember og 20. desember 2019.
  2. Fundargerð 132. fundar hafnarstjórnar, dags. 27. desember 2019.
  3. Fundargerð rekstrarnefndar Rastar, dags. 25. nóvember 2019.
  4. Fundargerð 104. fundar stjórnar FSS, dags. 18. desember 2019, ásamt endanlegri fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir árið 2020.
  5. Fundargerð 418. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 6. desember 2019.
  6. Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2019.
  7. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 2. janúar 2020, varðandi framlög sveitarfélaga til HeV á árinu 2020.
  8. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 30. desember 2019, varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020.
  9. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 9. desember 2019, varðandi niðurfellingu Traðarvegar nr. 5707-01 af vegaskrá.
  10. Bréf frá Félagi heyrnarlausra, dags. 17. desember 2019, varðandi fjárstuðning vegna Táknmálsapps.
  11. Minnispunktar bæjarstjóra.