Bæjarstjórnarfundur 9. janúar 2020
07.01.2020 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 328. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 9. janúar 2020 kl. 10:30.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér. Dagskrá fundar:- Fundargerðir 188., 189. og 190. fundar menningarnefndar, dags. 15. nóvember, 11. desember og 20. desember 2019.
- Fundargerð 132. fundar hafnarstjórnar, dags. 27. desember 2019.
- Fundargerð rekstrarnefndar Rastar, dags. 25. nóvember 2019.
- Fundargerð 104. fundar stjórnar FSS, dags. 18. desember 2019, ásamt endanlegri fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir árið 2020.
- Fundargerð 418. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 6. desember 2019.
- Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2019.
- Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 2. janúar 2020, varðandi framlög sveitarfélaga til HeV á árinu 2020.
- Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 30. desember 2019, varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020.
- Bréf frá Vegagerðinni, dags. 9. desember 2019, varðandi niðurfellingu Traðarvegar nr. 5707-01 af vegaskrá.
- Bréf frá Félagi heyrnarlausra, dags. 17. desember 2019, varðandi fjárstuðning vegna Táknmálsapps.
- Minnispunktar bæjarstjóra.