Bæjarstjórnarfundur 9. janúar 2025
07.01.2025 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 387. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 9. janúar 2025 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fundargerð ungmennaráðs, dags. 26. desember 2024.
- Fundargerð 148. fundar hafnarstjórnar, dags. 19. desember 2024.
- Fundargerð 193. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 16. desember 2024.
- Fundargerð 227. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 1. október 2024.
- Fundargerðir 958. og 959. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. og 29. nóvember 2024.
- Fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 6. desember 2024.
- Bréf frá HMS, dags. 3. janúar 2025, varðandi úttekt á slökkviliði Snæfellsbæjar 2024.
- Uppkast að samningi milli Snæfellsbæjar og Lionsklúbbanna í Ólafsvík, vegna fjöldæmaþings Lions sem fram fer dagana 25. og 26. apríl 2025.
- Minnisblað bæjarstjóra, dags. 6. janúar 2025, varðandi jarðskjálfta á Vesturlandi.
- Drög að samþykkt um hundahald, kattahald og annað gæludýrahald á Vesturlandi og í Kjósarhreppi.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 6. janúar 2025
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri