Bæjarstjórnarfundur 9. janúar 2025

Vakin er athygli á því að 387. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 9. janúar 2025 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 26. desember 2024.
  2. Fundargerð 148. fundar hafnarstjórnar, dags. 19. desember 2024.
  3. Fundargerð 193. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 16. desember 2024.
  4. Fundargerð 227. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 1. október 2024.
  5. Fundargerðir 958. og 959. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. og 29. nóvember 2024.
  6. Fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 6. desember 2024.
  7. Bréf frá HMS, dags. 3. janúar 2025, varðandi úttekt á slökkviliði Snæfellsbæjar 2024.
  8. Uppkast að samningi milli Snæfellsbæjar og Lionsklúbbanna í Ólafsvík, vegna fjöldæmaþings Lions sem fram fer dagana 25. og 26. apríl 2025.
  9. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 6. janúar 2025, varðandi jarðskjálfta á Vesturlandi.
  10. Drög að samþykkt um hundahald, kattahald og annað gæludýrahald á Vesturlandi og í Kjósarhreppi.
  11. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 6. janúar 2025

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri