Bæjarstjórnarfundur 9. nóvember 2023

Vakin er athygli á því að 375. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 9. nóvember 2023 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Björgunarsveitin Lífsbjörg. Fulltrúar mæta á fundinn til að ræða framkvæmdir á þaki björgunarstöðvarinnar Vonar í Rifi.
  2. Fundargerð 344. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 2. nóvember 2023.
  3. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 26. september 2023.
  4. Fundargerð rekstrarnefndar Rastar, dags. 27. september 2023.
  5. Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 12. september 2023.
  6. Fundargerðir menningarnefndar, dags. 28. september og 18. október 2023.
  7. Fundargerð 175. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 12. október 2023.
  8. Fundargerð 176. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 2. nóvember 2023.
  9. Fundargerðir 16. og 17. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 3. október og 7. nóvember 2023.
  10. Fundargerð 185. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 9. október 2023.
  11. Fundargerð 65. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 5. október 2023.
  12. Fundargerðir 456. og 457. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 19. september og 19. október 2023.
  13. Fundargerðir 934., 935. og 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. september, 16. október og 27. október 2023.
  14. Erindi frá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, dags. 16. október 2023, varðandi staðfestan vilja sveitarfélaganna um að taka þátt í áframhaldandi starfi Svæðisgarðsins.
  15. Bréf frá Eyglóu, Ingibjörgu Kristínu, Aroni Jóhannesi og Alexöndru Kristjánsbörnum, dags. 6. nóvember 2023, varðandi bifreið með hjólastjólaaðgengi.
  16. Bréf frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, dags. 26. september 2023 varðandi innviði fyrir orkuskipti.
  17. Bréf frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dags. 27. september 2023, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33. gr. laga um útlendinga.
  18. Bréf frá Römpum upp Íslands, ódags., varðandi umsóknir fyrir árið 2024.
  19. Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 29. september 2023, varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
  20. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2024. Fyrri umræða.
  21. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 7. nóvember 2023

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri