Bæjarstjórnarfundur 9. nóvember 2023
07.11.2023 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 375. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 9. nóvember 2023 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Björgunarsveitin Lífsbjörg. Fulltrúar mæta á fundinn til að ræða framkvæmdir á þaki björgunarstöðvarinnar Vonar í Rifi.
- Fundargerð 344. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 2. nóvember 2023.
- Fundargerð velferðarnefndar, dags. 26. september 2023.
- Fundargerð rekstrarnefndar Rastar, dags. 27. september 2023.
- Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 12. september 2023.
- Fundargerðir menningarnefndar, dags. 28. september og 18. október 2023.
- Fundargerð 175. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 12. október 2023.
- Fundargerð 176. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 2. nóvember 2023.
- Fundargerðir 16. og 17. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 3. október og 7. nóvember 2023.
- Fundargerð 185. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 9. október 2023.
- Fundargerð 65. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 5. október 2023.
- Fundargerðir 456. og 457. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 19. september og 19. október 2023.
- Fundargerðir 934., 935. og 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. september, 16. október og 27. október 2023.
- Erindi frá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, dags. 16. október 2023, varðandi staðfestan vilja sveitarfélaganna um að taka þátt í áframhaldandi starfi Svæðisgarðsins.
- Bréf frá Eyglóu, Ingibjörgu Kristínu, Aroni Jóhannesi og Alexöndru Kristjánsbörnum, dags. 6. nóvember 2023, varðandi bifreið með hjólastjólaaðgengi.
- Bréf frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, dags. 26. september 2023 varðandi innviði fyrir orkuskipti.
- Bréf frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dags. 27. september 2023, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á þjónustu á grundvelli 33. gr. laga um útlendinga.
- Bréf frá Römpum upp Íslands, ódags., varðandi umsóknir fyrir árið 2024.
- Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 29. september 2023, varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
- Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana fyrir árið 2024. Fyrri umræða.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 7. nóvember 2023
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri