Bætt 4G samband á Snæfellsnesi
15.03.2019 |
Fréttir
Á undanförnum vikum hefur verið unnið að uppfærslu á farsímadreifikerfi Símans á Snæfellsnesi og 4G samband bætt til muna.
Á meðfylgjandi mynd sjást nýjar 4G stöðvar á svæðinu en þær eru á Öxl, Gröf, Flesjustöðum, Rauðamelskúlu, Klakki, Akurtröðum og Skipavík í Stykkishólmi. Stöðvarnar styðja hraða frá 100 til 200 Mbps.
Uppfærslan bætir 4G samband á svæðinu til muna og geta íbúar á Snæfellsnesi nú notið góðs af 4G netsambandi víðar en áður. Ferðamenn sem sækja svæðið heim munu að sjálfsögðu einnig njóta góðs af bættu 4G sambandi.