Barnamenningarhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ
07.09.2022 |
Fréttir
Barnamenningarhátíð Vesturlands hefst í Snæfellsbæ í dag og stendur til 1. október nk. Þema hátíðarinnar er gleði og eru mamma, pabbi, amma og afi og allir hinir hvattir til að nýta þetta einstaka tækifæri, hvetja börn til þátttöku á hátíðinni og njóta barnamenningar með börnunum á glæsilegri barnamenningarhátíð hér í Snæfellsbæ.
Snæfellsbær heldur hátíðina í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturland, en hátíðin er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands um blómlega byggð á Vesturlandi. Markmið Barnamenningarhátíðar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni og er þátttaka barna og ungmenna uppistaða hátíðarinnar. Hátíðin á að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta listar og menningar.
Vettvangur barnamenningarhátíðarinnar er Snæfellsbær allur verða fjölmargir viðburðir á dagskrá eins og sjá má í meðfylgjandi dagskrá.
Góða skemmtun !
Athugið að dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytingar. Vikuleg dagskrá verður jafnframt auglýst í Jökli og dreift á samfélagsmiðlum.
--
Dagskrá: Viðburðir sem standa alla hátíðina- Listasýning leikskólabarna í Kassanum og Hraðbúðinni
- Listasýning Brimrúnar Birtu í Útgerðinni
- Smásögusamkeppni bæjarblaðsins Jökuls
- Stuttmyndasamkeppni Northern Wave Film Festival
- Börn borða frítt af barnamatseðli á REKS (með fullorðnum).
- Nemendur í 7. bekk í list- og verkgreinum mála listaverk í Líkn með listafólkinu Bjarna Sigurbjörnssyni og Ragnheiði Guðmundsdóttur, eigendum á Himinbjörgum. Umsjón í höndum Ingiríðar Harðardóttur myndmenntarkennara.
- Krakkaveldi með 2. - 5. bekk frá kl. 10:10 - 13:30
- Leikskólinn Kríuból heimsækir tónlistarskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi kl. 10:30.
- Listasmiðjan Krakkaveldi fyrir áhugasama krakka í Frystiklefanum á Rifi frá kl. 15 - 16 (opið öllum börnum á Snæfellsnesi, foreldrar bera ábyrgð á að koma börnum í Frystiklefann).
- Brimrún Birta Friðþjófsdóttir heimsækir grunnskóla Snæfellsbæjar, kynnir sig og bókina sína, Gullna hringinn.
- Leikskólinn Krílakot heimsækir tónlistarskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík kl. 10:30.
- Listasmiðjan Krakkaveldi fyrir áhugasama krakka í Frystiklefanum frá kl. 15 - 17 og sýning fyrir foreldra í kjölfarið (opið öllum börnum á Snæfellsnesi, foreldrar bera ábyrgð á að koma börnum í Frystiklefann).
- Krakkabíó í Klifi kl. 16:00 - Ljósár m. íslensku tali. (börn á ábyrgð foreldra/forráðamanna).
- Dansworkshop fyrir 6 - 16 ára í íþróttahúsinu í Ólafsvík frá kl. 10 - 16. Skráning hjá Þórunni danskennara á thorunnylfa@gmail.com.
- Nemendur og kennarar tónlistarskóla Snæfellsbæjar halda tónleika fyrir íbúa á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri kl. 15:00.
- Jón Pétur heimsækir leik- og grunnskóla og verður með danskennslu.
- Nemendur og kennarar tónlistarskóla Snæfellsbæjar halda tónleika fyrir eldri borgara á Klifi kl. 14:00.
- Nemendur tónlistarskóla verða með tónlistaratriði í messu í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:00.
- Jón Pétur heimsækir leik- og grunnskóla og verður með danskennslu.
- Nemendur í list- og verkgreinum mála listaverk í Líkn með listafólkinu Bjarna Sigurbjörnssyni og Ragnheiði Guðmundsdóttur, eigendum á Himinbjörgum. Umsjón í höndum Ingiríðar Harðardóttur myndmenntarkennara.
- Skemmtileg fjölskyldustund í Tröð á Hellissandi á Degi íslenskrar náttúru frá kl. 16 - 17. Bárðarleikar, fræðsla og náttúruskoðun með landverði Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Fjölskyldustund sem gefur börnum á öllum aldri kost á að tengja við og upplifa náttúruna í leiki og fræðslu.
- Flugdrekasmiðja eftir hádegi í Áttahagastofu Snæfellsbæjar með Helen Sheptytska fyrir krakka á aldrinum 10 - 16 ára. Hvern hefur ekki dreymt um að búa til alvöru flugdreka?
- Náttúrubingó leikskólabarna á Degi íslenskrar náttúru.
- Rappsmiðja með Reykjavíkurdætrum frá kl. 10 - 16. Rappsmiðjan er í boði fyrir 7 - 15 ára aldur. Skipt verður í hópa eftir aldri og nánari tímasetning auglýst þegar nær dregur.
- Ball með DJ Dóru Júlíu í Röstinni fyrir miðstig og unglingastig. Ball fyrir miðstig stendur frá kl. 19:00 - 20:30, ball fyrir unglingastig stendur frá kl. 21:00 - 00:00.
-
Listfellsnes eru námskeið fyrir hressa og skemmtilega krakka sem hafa áhuga á því að læra leiklist, söng og dans. Listanámskeið fyrir 7 - 16 ára. Skipt verður í hópa eftir aldri. Skráning hjá Auði Snorradóttur í listfellsnes@gmail.com.
- Skemmtileg útivera og fjölskyldustund í fræðslugöngu um Djúpalón með landverði Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls frá kl. 14 - 15.
- Þorgrímur Þráinsson fer yfir helstu þætti skapandi skrifa með nemendum í öllum deildum grunnskóla Snæfellsbæjar.
- Barnasöguganga á Búðum með Sagnaseið Snæfellsness. Gangan hefst kl. 17:00 og stendur í ca. 1,5 klst. Sögufylgja mun leiða börn um Búðir. Skyggnst verður inn í sögur sem tengjast svæðinu í bland við það að þátttakendur leita uppi ummerki um horfna tíma, reyna fyrir sér í gömlum leikjum og upplifa náttúruna í friðlandinu. Muna að klæða sig eftir veðri.
- Jón Pétur heimsækir leik- og grunnskóla og verður með danskennslu.
- Þorgrímur Þráinsson fer yfir helstu þætti skapandi skrifa með nemendum í öllum deildum grunnskóla Snæfellsbæjar.
- Nemendur í 8. bekk í list- og verkgreinum fara í Hvíta húsið kl. 13:30 og heimsækja Mk MacNaughton, listakonu sem dvelur í Hvíta húsinu um þessar mundir. Hún verður með kynningu og listræn verkefni fyrir nemendur. Umsjón í höndum Ingiríðar Harðardóttur myndmenntarkennara.
- Nemendur tónlistarskóla verða með tónlistaratriði í messu í Ingjaldshólskirkju kl. 18:00.
- Jón Pétur heimsækir leik- og grunnskóla og verður með danskennslu.
- Leikfélagið Lauga tekur á móti skapandi og skemmtilegum krökkum í Átthagastofu frá kl. 16 - 18. Leiklist og leikir á dagskrá.
- Nemendur í 6. bekk í list- og verkgreinum fara í Hvíta húsið kl. 12:00 og heimsækja Mk MacNaughton, listakonu sem dvelur í Hvíta húsinu um þessar mundir. Hún verður með kynningu og listræn verkefni fyrir nemendur. Umsjón í höndum Ingiríðar Harðardóttur myndmenntarkennara.
- Leikskólakórinn heimsækir Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar og Ráðhús Snæfellsbæjar.
- Gleðiskruddan verður með fyrirlestra fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk í grunnskóla Snæfellsbæjar.
- Gleðiskruddan verður með fyrirlestra fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk í grunnskóla Snæfellsbæjar.
- Glímusamband Íslands tekur á móti nemendum í grunnskóla Snæfellsbæjar í íþróttatíma og stendur fyrir kynningu á helstu tökum í íslenskri glímu.
- Jón Pétur verður verður með danskennslu í leikskólanum.
- Sögustund með Sagnaseið Snæfellsnes í Tröð á Hellissandi kl. 16:30. Notaleg fjölskyldustund þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja segir sögur fyrir börn og foreldra. Muna að klæða sig eftir veðri.
- Jón Pétur verður verður með danskennslu í leikskólanum.
- Sundlaugarpartý fyrir unglingastig frá kl. 18:30 - 20:00 í sundlauginni í Ólafsvík.
- Stuttmyndahátíð Northern Wave Film Festival í Frystiklefanum. Stuttmyndir sem berast í stuttmyndasamkeppninni sem stendur yfir hátíðina verða sýndar og áhorfendur kjósa um bestu stuttmyndina. Hér er hægt að senda inn myndir í samkeppnina.