Barnamenningarhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ

Barnamenningarhátíð Vesturlands hefst í Snæfellsbæ í dag og stendur til 1. október nk. Þema hátíðarinnar er gleði og eru mamma, pabbiamma og afi og allir hinir hvattir til nýta þetta einstaka tækifæri, hvetja börn til þátttöku á hátíðinni og njóta barnamenningar með börnunum á glæsilegri barnamenningarhátíð hér í Snæfellsbæ.

Snæfellsbær heldur hátíðina í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturland, en hátíðin er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands um blómlega byggð á Vesturlandi. Markmið Barnamenningarhátíðar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni og er þátttaka barna og ungmenna uppistaða hátíðarinnar. Hátíðin á að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta listar og menningar.

Vettvangur barnamenningarhátíðarinnar er Snæfellsbær allur verða fjölmargir viðburðir á dagskrá eins og sjá má í meðfylgjandi dagskrá.

Góða skemmtun !
Athugið að dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytingar. Vikuleg dagskrá verður jafnframt auglýst í Jökli og dreift á samfélagsmiðlum.

--

Dagskrá: Viðburðir sem standa alla hátíðina
  • Listasýning leikskólabarna í Kassanum og Hraðbúðinni
  • Listasýning Brimrúnar Birtu í Útgerðinni
  • Smásögusamkeppni bæjarblaðsins Jökuls
  • Stuttmyndasamkeppni Northern Wave Film Festival
  • Börn borða frítt af barnamatseðli á REKS (með fullorðnum).
7. september
  • Nemendur í 7. bekk í list- og verkgreinum mála listaverk í Líkn með listafólkinu Bjarna Sigurbjörnssyni og Ragnheiði Guðmundsdóttur, eigendum á Himinbjörgum. Umsjón í höndum Ingiríðar Harðardóttur myndmenntarkennara.
8. september 
  • Krakkaveldi með 2. - 5. bekk frá kl. 10:10 - 13:30
  • Leikskólinn Kríuból heimsækir tónlistarskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi kl. 10:30.
  • Listasmiðjan Krakkaveldi fyrir áhugasama krakka í Frystiklefanum á Rifi frá kl. 15 - 16 (opið öllum börnum á Snæfellsnesi, foreldrar bera ábyrgð á að koma börnum í Frystiklefann).
9. september
  • Brimrún Birta Friðþjófsdóttir heimsækir grunnskóla Snæfellsbæjar, kynnir sig og bókina sína, Gullna hringinn.
  • Leikskólinn Krílakot heimsækir tónlistarskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík kl. 10:30.
  • Listasmiðjan Krakkaveldi fyrir áhugasama krakka í Frystiklefanum frá kl. 15 - 17 og sýning fyrir foreldra í kjölfarið (opið öllum börnum á Snæfellsnesi, foreldrar bera ábyrgð á að koma börnum í Frystiklefann).
10. september
  • Krakkabíó í Klifi kl. 16:00 - Ljósár m. íslensku tali. (börn á ábyrgð foreldra/forráðamanna).
11. september
  • Dansworkshop fyrir 6 - 16 ára í íþróttahúsinu í Ólafsvík frá kl. 10 - 16. Skráning hjá Þórunni danskennara á thorunnylfa@gmail.com.
13. september
  • Nemendur og kennarar tónlistarskóla Snæfellsbæjar halda tónleika fyrir íbúa á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri kl. 15:00.
14. september
  • Jón Pétur heimsækir leik- og grunnskóla og verður með danskennslu.
  • Nemendur og kennarar tónlistarskóla Snæfellsbæjar halda tónleika fyrir eldri borgara á Klifi kl. 14:00.
  • Nemendur tónlistarskóla verða með tónlistaratriði í messu í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:00.
15. september
  • Jón Pétur heimsækir leik- og grunnskóla og verður með danskennslu.
  • Nemendur í list- og verkgreinum mála listaverk í Líkn með listafólkinu Bjarna Sigurbjörnssyni og Ragnheiði Guðmundsdóttur, eigendum á Himinbjörgum. Umsjón í höndum Ingiríðar Harðardóttur myndmenntarkennara.
16. september
  • Skemmtileg fjölskyldustund í Tröð á Hellissandi á Degi íslenskrar náttúru frá kl. 16 - 17. Bárðarleikar, fræðsla og náttúruskoðun með landverði Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Fjölskyldustund sem gefur börnum á öllum aldri kost á að tengja við og upplifa náttúruna í leiki og fræðslu.
  • Flugdrekasmiðja eftir hádegi í Áttahagastofu Snæfellsbæjar með Helen Sheptytska fyrir krakka á aldrinum 10 - 16 ára. Hvern hefur ekki dreymt um að búa til alvöru flugdreka? 
  • Náttúrubingó leikskólabarna á Degi íslenskrar náttúru.
17. september
  • Rappsmiðja með Reykjavíkurdætrum frá kl. 10 - 16. Rappsmiðjan er í boði fyrir 7 - 15 ára aldur. Skipt verður í hópa eftir aldri og nánari tímasetning auglýst þegar nær dregur.
  • Ball með DJ Dóru Júlíu í Röstinni fyrir miðstig og unglingastig. Ball fyrir miðstig stendur frá kl. 19:00 - 20:30, ball fyrir unglingastig stendur frá kl. 21:00 - 00:00.
18. september
  • Listfellsnes eru námskeið fyrir hressa og skemmtilega krakka sem hafa áhuga á því að læra leiklist, söng og dans. Listanámskeið fyrir 7 - 16 ára. Skipt verður í hópa eftir aldri. Skráning hjá Auði Snorradóttur í listfellsnes@gmail.com.
  • Skemmtileg útivera og fjölskyldustund í fræðslugöngu um Djúpalón með landverði Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls frá kl. 14 - 15. 
20. september
  • Þorgrímur Þráinsson fer yfir helstu þætti skapandi skrifa með nemendum í öllum deildum grunnskóla Snæfellsbæjar.
  • Barnasöguganga á Búðum með Sagnaseið Snæfellsness. Gangan hefst kl. 17:00 og stendur í ca. 1,5 klst. Sögufylgja mun leiða börn um Búðir. Skyggnst verður inn í sögur sem tengjast svæðinu í bland við það að þátttakendur leita uppi ummerki um horfna tíma, reyna fyrir sér í gömlum leikjum og upplifa náttúruna í friðlandinu. Muna að klæða sig eftir veðri.
21. september
  • Jón Pétur heimsækir leik- og grunnskóla og verður með danskennslu.
  • Þorgrímur Þráinsson fer yfir helstu þætti skapandi skrifa með nemendum í öllum deildum grunnskóla Snæfellsbæjar.
  • Nemendur í 8. bekk í list- og verkgreinum fara í Hvíta húsið kl. 13:30 og heimsækja Mk MacNaughton, listakonu sem dvelur í Hvíta húsinu um þessar mundir. Hún verður með kynningu og listræn verkefni fyrir nemendur. Umsjón í höndum Ingiríðar Harðardóttur myndmenntarkennara.
  • Nemendur tónlistarskóla verða með tónlistaratriði í messu í Ingjaldshólskirkju kl. 18:00.
22. september
  • Jón Pétur heimsækir leik- og grunnskóla og verður með danskennslu.
  • Leikfélagið Lauga tekur á móti skapandi og skemmtilegum krökkum í Átthagastofu frá kl. 16 - 18. Leiklist og leikir á dagskrá.
23. september
  • Nemendur í 6. bekk í list- og verkgreinum fara í Hvíta húsið kl. 12:00 og heimsækja Mk MacNaughton, listakonu sem dvelur í Hvíta húsinu um þessar mundir. Hún verður með kynningu og listræn verkefni fyrir nemendur. Umsjón í höndum Ingiríðar Harðardóttur myndmenntarkennara.
  • Leikskólakórinn heimsækir Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar og Ráðhús Snæfellsbæjar.
26. september
  • Gleðiskruddan verður með fyrirlestra fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk í grunnskóla Snæfellsbæjar.
27. september
  • Gleðiskruddan verður með fyrirlestra fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk í grunnskóla Snæfellsbæjar.
  • Glímusamband Íslands tekur á móti nemendum í grunnskóla Snæfellsbæjar í íþróttatíma og stendur fyrir kynningu á helstu tökum í íslenskri glímu.
28. september
  • Jón Pétur verður verður með danskennslu í leikskólanum.
  • Sögustund með Sagnaseið Snæfellsnes í Tröð á Hellissandi kl. 16:30. Notaleg fjölskyldustund þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja segir sögur fyrir börn og foreldra. Muna að klæða sig eftir veðri.
29. september
  • Jón Pétur verður verður með danskennslu í leikskólanum.
  • Sundlaugarpartý fyrir unglingastig frá kl. 18:30 - 20:00 í sundlauginni í Ólafsvík.
1. október
  • Stuttmyndahátíð Northern Wave Film Festival í Frystiklefanum. Stuttmyndir sem berast í stuttmyndasamkeppninni sem stendur yfir hátíðina verða sýndar og áhorfendur kjósa um bestu stuttmyndina. Hér er hægt að senda inn myndir í samkeppnina.
Góða skemmtun!