Betri svefn - fundur um svefn og svefnvenjur
10.09.2021 |
Fréttir
Áhugaverður fjarfundur um svefn og svefnvenjur miðvikudaginn 15. september kl. 17:30.
Á fundinum er fjallað um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur. Erla hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð á svefnleysi og er stofnandi Betri svefns.
Fundurinn er í boði leikskóla Snæfellsbæjar, grunnskóla Snæfellsbæjar, foreldrafélaga þeirra og íþrótta- og æskulýðsnefndar Snæfellsbæjar. Fyrirlestrinum verður streymt á netinu. Hægt er að smella á meðfylgjandi hlekk skömmu fyrir fundinn.
Fyrirlesari er dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur.
Hlekkur á fund - smella hér