Bílastæði fyrir áramótabrennu

Áramótabrenna verður haldin á Breiðinni á Gamlársdag. Brennan hefst að þessu sinni kl. 18:00 og verða ströngustu sóttvarnarreglur í gildi eftir að tímabundið leyfi til brennuhalds fékkst frá yfirvöldum.

Brennan í ár verður eins konar „bílabrenna“ þar sem íbúar eru beðnir að halda kyrru fyrir í bílum sínum og njóta brennunnar með sinni áramótakúlu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hentug bílastæði sem íbúar eru hvattir til að leggja bílum sínum og njóta brennunnar.

Bílastæði:
  1. Við brennusvæðið
  2. Við brennusvæðið
  3. Við brennusvæðið
  4. Við Svöðufoss
  5. Við Svöðufoss
  6. Við Ennið
  7. Við flugvöllinn
  8. Við fuglaskoðunarskýlið við Rif
  9. Við Ingjaldshólskirkju