Blóðbankabíllinn í Snæfellsbæ 4. september

Blóðbankabíllinn verður við söluskála ÓK á morgun, 4. september frá kl. 14:30 - 18:00.

Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu frá Blóðbankanum í tilefni ferðar þeirra um Snæfellsnes nú í vikunni.

--- Blóðbankinn hefur komið á Snæfellsnes í allmörg ár og á meðfylgjandi mynd má sjá árangurinn af þeim ferðum. Eins og sjá má hefur komum blóðgjafa til okkar í Blóðbankabílinn aðeins farið fækkandi með árunum.  Blóðgjöf er raunveruleg lífgjöf og getur ein blóðgjöf bjargað allt að þremur mannslífum. Því skiptir hver og einn blóðgjafi ótrúlega miklu máli. Til þess að anna eftirspurn eftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þann hóp sem við höfum nú þegar. Við erum afar þakklát fyrir alla þá blóðgjafa sem hafa lagt leið sína til okkar. Hjartans þakkir!